Translation missing: is.accessibility.skip_to_text

Translation missing: is.localization.language_label

Fréttir

Opnun á nýrri vefsíðu - fyrir notaðan fatnað
Opnun á nýrri vefsíðu - fyrir notaðan fatnað

Nú í sumar, keyrðum við af stað nýja vefsíðu fyrir starfsemi Hringekjunnar - og hlökkum til að móta hana enn frekar meðfram þörfum viðskiptavina okkar. 

Hringrásarverslun er sífellt að færast í aukana hér á Íslandi, og um heim allan en okkur finnst mikilvægt að búa til vettvang fyrir fólk að sækja sér upplýsingar um ferlið og hugmyndafræðina á bakvið slíka starfsemi.

Helsta markmið okkar við hönnun á nýju síðunni er að gera hringrásarverslun á fatnaði sem aðgengilegasta fyrir viðskiptavini óháð staðsetningu. 

Þegar seljandi skráir vörur til sölu ásamt mynd, birtast vörurnar inni á síðunni undir flokknum - VÖRUR Í HRINGRÁS - þar fylgja upplýsingar um staðsetningu vöru inn í búðinni, verð og stærðir.  Ef þú hefur áhuga eða fyrirspurnir um einstaka vöru er hægt að hafa samband við okkur hér eða í skilaboðum á Instagram.

Við erum ótrúlega stolt af því að hönnun og forritun á síðunni fór að öllu leyti fram innan teymis Hringekjunnar, og erum spennt að sjá hana vaxa og dafna með okkur. Vefsíðan verður í sífeldri þróun og munum við hægt og bítandi bæta við nýjungum og upplýsingum fyrir viðskiptavini okkar, og tökum öllum ábendingum um viðbætur fagnandi. 

Hér getur þú farið á upphafssíðuna - þar er auðvelt að skoða söluferlið okkar og tilvalið að bóka rými ef þú átt of mikið af fötum inni í fataskáp!

Í tilefni af öllu þessu ætlum við að draga út heppna einstaklinga mánaðrlega sem hljóta 14 daga leigu á rými í Hringekjunni. Skráðu þig á póstlistann hér að neðan og vertu með í pottinum

Skráðu þig á póstlistann. Fáðu nýjustu fréttir og tilboð send

Translation missing: is.blogs.article.news