Hjá okkur fara fötin þín

HRING EFTIR HRING

Taktu þátt í hringrásinni með okkur í hlýju andrúmslofti og með notalegu viðmóti.

  • ÞÚ TEKUR TIL Í SKÁPNUM

  • BÓKAR SÖLURÝMI

  • SKRÁIR INN VÖRUR HEIMA

  • MEÐ MYNDUM

  • VÖRUR BIRTAST Á VEF

  • ÞÚ KEMUR OG SETUR UPP

  • VIÐ FYLLUM Á SÖLURÝMIÐ

  • ÞINN FATNAÐUR NÝJAR HENDUR

  • NIÐURTEKT Í LOK LEIGU

  • EINFALT OG ÞÆGILEGT

  • 7 Dagar

    12.990 kr

    1.856 KR á DAG
  • 14 Dagar

    16.990 kr

    1.214 KR á dag
  • 21 Dagur

    23.990 kr

    1.142 KR á DAG
  • 28 Dagar

    26.990kr

    964 KR á DAG

Skilmálar

Þjónusta Hringekjunnar

Hringekjan er leigufélag sem leigir út verslunarrými í skammtímaleigu til sölu á notuðum fatnaði og fylgihlutum til viðskiptavina sinna.

Hvert verslunarrými er 2m² að stærð og samanstendur af fataslá og hillu og afnot af sameign. Þar að auki fær leigutaki afnot af kassa sem er 55x31x33 cm að stærð (56L) fyrir þann fatnað sem ekki kemst fyrir á slánni. Kassinn er geymdur á lager og starfsmenn Hringekjunnar sjá til þess að fylla á slána þegar þess er þörf.

Miðað er við að hvert verslunarrými, auk geymslu kassans, rúmi um 60 vörur í senn, þar af um 30 flíkur á slá. Leigutaka er velkomið að fylla á kassann á meðan á leigutímabil stendur.

Starfsmenn Hringekjunnar sjá um að aðstoða viðskiptavini og ganga frá sölum á vörum leigutaka.

Leigutími og verð

Hvert verslunarrými leigist út í viku í senn. Mögulegt er að leigja verslunarrými í allt að fjórar samfelldar vikur. Ekki er boðið upp á framlengingar en ef leigutaki vill lengja leigutímabil sitt þarf að Bóka sölurýmið aftur á hringekjan.is

Leiguverð verslunarrýmis samanstendur annars vegar af eingreiðslugjaldi sem greitt er fyrir upphaf leigutímabils og hins vegar hlutdeild í innkomu leigutaka vegna sölu vara hans á leigutímabilinu. Hið síðarnefnda er haldið eftir við útborgun til leigutaka og telst þar með uppgert.

Eingreiðslugjaldið og hlutfall hlutdeildar í innkomu leigutaka fer eftir verðskrá eins og hún er kynnt á heimasíðu Hringekjunnar hverju sinni. Hringekjan áskilur sér rétt til að breyta verðskrá sinni án fyrirvara. Þó tækju slíkar breytingar ekki til verslunarrýma sem þegar eru í útleigu.

Bókanir

Bókanir fara eingöngu fram á hringekjan.is

Ef einhver vandamál koma upp við bókun í gegnum heimasíðu er best að nota spjall blöðru neðst til hægri á hringekjan.is annars má senda tölvupóst á verslun@hringekjan.is

 

Afbókanir

Til þess að eiga rétt á endurgreiðslu þarf afbókun að berast með a.m.k. 14 daga fyrirvara og miðast það við fyrsta dag leigutímabils.

Uppsetning sölurýmis

Leigutaki sér um uppsetningu á sínusölurými. Uppsetning fer þannig fram að leigutaki mætir í verslunina klukkustund fyrir opnun daginn sem leigutímabil hefst eða klukkan 11.00. Nauðsynlegt er að búið sé að skrá allan fatnað með góðri lýsingu og verði inni á "Mínum síðum" á hringekjan.is. Hringekjan útvegar leigutaka herðatré, merkibyssu og miða, auk þjófavarna til afnota á meðan á leigutímabili stendur.

Leigutaki fær afnot af þjófavörnum en ber sjálfur ábyrgð á að óska eftir þeim og áfesta þær á sínar vörur.

Verðbreytingar

Óski leigutaki að breyta verði á vöru eða vörum á meðan á leigutímabili stendur hefur hann kost á að koma í verslunina á opnunartíma hennar til þess að prenta út nýja verðmiða og koma þeim fyrir á tilteknum vörum. Verðmiði á vöru er alltaf gildandi þar til búið er að koma í verslun og setja á nýjann verðmiða á.

Lok leigutímabils

Að leigutímabili loknu hefur leigutaki til klukkan 12.00 að hádegi næsta dag til að sækja vörur sínar. Séu þær ekki sóttar innan þess dags tekur við geimslugjald næsta dag að upphæð 2.000 krónur á dag, í allt að 7 daga. Geymslugjaldið greiðist eftir að vörur hafa verið sóttar. Eftir 7 daga geymslutímabili loknu teljast vörurnar vera eign Hringekjunnar og verður séð til þess að þær verði endurnýttar eftir fremsta megni.

Þjófnaður

Verslunin er vöktuð með öryggismyndavélum og starfsmenn Hringekjunnar eru almennt vakandi fyrir búðarþjófnaði.

Hringekjan ber ekki ábyrgð á stolnum, týndum né eyðilögðum vörum. Í tilfelli af eldsvoða og vatnsskaða er Hringekjan ekki bótaskyld. Innbústrygging leigutaka kann hins vegar að taka til slíks tjóns en það er alfarið í þeirra höndum að kynna sér það.

Vöruskilmálar

Hringekjan áskilur sér rétt að hafna uppsetningu á vörum sem starfsfólk telur ekki mæta gæðakröfum þjónustunnar. Gæðakröfur eiga við ástand vöru, hvort varan sé hrein, hvort tiltekin vara sé heilleg, götótt eða ónýt, eða gölluð að einhverju leyti.

Ekki er heimilt að selja leyfisskyldar, ólöglegar, falsaðar, eða skaðlegar vörur í Hringekjunni. Tóbak, vörur sem innihalda nikótín, áfengi, matvara, vopn, flugeldar, klámfengið efni eða aðrar vörur sem starfsmenn Hringekjunnar telja ekki við hæfi verða umsvifalaust fjarlægðar.

Leiguþjónusta Hringekjunnar er gerð í þeim tilgangi að styðja við lausn fyrir einstaklinga að koma notuðum fatnaði í farveg. Innan þjónustunnar er ekki heimilt að selja vörur keyptar í þeim tilgangi að endurselja þær. Einnig er viðskiptavinum með öllu óheimilt að selja vörur úr annars konar verslunarrekstri undir eigin nafni, en slík viðskipti heyra undir aðrar reglur en notaður fatnaður frá einstaklingum. Verði viðskiptavinur uppvís að slíku verður samningi hans rift og sölurými tæmt án endurgreiðslu á leiguverði.

Ferlið okkar

Þú bókar sölurými

Þú bókarsölurými í 7, 14, 21 eða 28 daga. Eftir bókun færð þú sendan tölvupóst með upplýsingum um það hvernig þú skráir þig inn á "mínar síður", þar sem þú getur hafið skráningu á þínum vörum inn í sölukerfið okkar.

Skráning vara

Þegar þú hefur skráð þig inn á "mínar síður" á hringekjan.is getur þú skráð þínar vörur og verðlagt þær. Það er gert með því að fara í “Product” og ýta á “add” eða með því að "smella hér".

Þar skráir þú inn greinagóða lýsingu á vörunni eins og “Hvít All Saints Peysa” eða “Svartir Dr. Marteins Skór”, Stærð, bókun og verðleggur.

Nauðsynlegt er að vera búinn að skrá inn allar vörur áður en mætt er í verslun.

Skráning á bankaupplýsingum

Til þess að við getum greitt þér út þinn söluhagnað verður þú að skrá inn bankaupplýsingar.

Bankaupplýsingar má skrá með því að fara inn á notenda stillingar þínar á "mínar síður", smella á netfangið þitt og slá inn banka (bank), höfuðbók (ledger) og reikning (account) og við leggjum inn þinn söluhagnað að frádregni veltutengdri leigu (30%) inn á þinn reikning. Útborganir fara fram eftir klukkan 18:00 mánudaga og fimmtudaga eftir að vörur hafa verið sóttar.

Athugaðu að ekki er hægt að greiða út söluhagnað fyrr en bankaupplýsingar hafa verið skráðar inn.

Upphaf leigutímabils

Þú mætir í verslun okkar að Þórunnartúni 2 klukkan 11:00 þann dag sem tímabil þitt hefst. Nauðsynlegt er að vera búinn að skrá inn vörur heima áður en mætt er í verslun.Við komuna afhendum við þér merkibyssu, merkispjöld, strikamerki og þjófavarnir til þess að koma fyrir á þínum vörum. Herðatré og lagerkassi fylgir einnig hverju sölurými.

Ef tíminn klukkan 11:00 hentar þér ekki biðjum við þig um að hafa samband við okkur og við finnum tíma sem hentar.

Myndatökur

Vörur birtast í "Vörur í Verslun". Við hvetjum alla seljendur til þess að taka myndir af sem flestum vörum til þess að auka sýnileika sinna vara. Einnig má deila þeim á sölusíðu okkar á Facebook “Hringekjan - Til Sölu

Þínar sölur

Inni á "mínar síður" á hringekjan.is ættir þú að sjá "Sales" en þar undir munt þú sjá yfirlit yfir sölur úr þínusölurými.

Verðbreytingar og afsláttur

Þér er frjálst að gera verðbreytingar á vöru hvenær sem er á meðan leigutímabili þínu stendur. Þú framkvæmir verðbreytingar með því að fara inn á "mínar síður" á hringekjan.is, ferð í "Products" og velur þá vöru sem þú ætlar að breyta verðinu á. Athugaðu að hvort sem nýr verðmiði er settur á vöru eða ekki mun nýja verðið skila sér til kaupanda.

Vegna þess að allar vörur eru merktar með strikamerki, lýsingu og verði þarf að prenta út nýjan miða og koma fyrir á vörunni svo rétt verð komi fram á merkingu. Þér er frjálst að koma hvenær sem er og fá nýjan miða til þess að koma fyrir á þinni vöru.

Kjósir þú að gefa afslátt af öllum vörum í þínusölurými á meðan leigutímabili stendur er best að hafa samband við okkur í gegnum gegnum facebook síðu okkar facebook.com/hringekjanversluneða á netfangið verslun@hringekjan.is og við munum ganga frá því fyrir þig.

Ef þú ert með vöru sem þú vilt ekki setja á afslátt er þér frjálst að taka hana úr sölu áður en afsláttur er settur á.

Lok leigutímabils

Að leigutímabili loknu hefur leigutaki til klukkan 12.00 að hádegi næsta dag til að sækja vörur sínar. Séu þær ekki sóttar innan þess dags tekur við geimslugjald næsta dag að upphæð 2.000 krónur á dag, í allt að 7 daga. Geymslugjaldið greiðist eftir að vörur hafa verið sóttar. Eftir 7 daga geymslutímabili loknu teljast vörurnar vera eign Hringekjunnar og verður séð til þess að þær verði endurnýttar eftir fremsta megni.