Það gleður okkur að tilkynna að nú sendum við vörur okkar hvert á land sem er!
Nú getur þú auðveldlega fundið einstaka fjársjóði í netverslun okkar, sama hvar þú býrð á landinu.
Hvernig virkar ferlið?
- Veldu vörur í netverslun okkar: Skoðaðu breitt úrval af vönduðum fatnaði, fylgihlutum og fleiru.
- Hafðu samband: Smelltu á græna hnappinn í vinstra horninu til að senda beiðni fyrir kaupum.
- Starfsfólk athugar hvort varan sé til: Þar sem hver flík er einstök og einnig til sölu í verslun okkar að Þórunnartúni 2, athugar starfsfólk fyrst hvort varan sé enn fáanleg áður en við getum staðfest sölu.
- Greiðsluhlekkur sendur til þín: Þegar varan er staðfest færðu greiðsluhlekk sendan.
-
Fáðu vörurnar sendar: Þegar greiðsla er staðfest sendum við pöntunina þína með póstinum innan þriggja virkra daga.
Við vonumst til að með því að bjóða upp á sendingar um allt land getum við hjálpað fleirum að styðja við sjálfbærar neysluvenjur og nýta tækifærin sem liggja í að endurnýta, deila og halda hlutum í notkun lengur. ♻️