Nú sendum við um allt land ♻️ 👘 📦

Það gleður okkur að tilkynna að nú sendum við vörur okkar hvert á land sem er!

Nú getur þú auðveldlega fundið einstaka fjársjóði í netverslun okkar, sama hvar þú býrð á landinu.


Hvernig virkar ferlið?

  • Veldu vörur í netverslun okkar: Skoðaðu breitt úrval af vönduðum fatnaði, fylgihlutum og fleiru.
  • Hafðu samband: Smelltu á græna hnappinn í vinstra horninu til að senda beiðni fyrir kaupum.
  • Starfsfólk athugar hvort varan sé til: Þar sem hver flík er einstök og einnig til sölu í verslun okkar að Þórunnartúni 2, athugar starfsfólk fyrst hvort varan sé enn fáanleg áður en við getum staðfest sölu.
  • Greiðsluhlekkur sendur til þín: Þegar varan er staðfest færðu greiðsluhlekk sendan.
  • Fáðu vörurnar sendar: Þegar greiðsla er staðfest sendum við pöntunina þína með póstinum innan þriggja virkra daga.

Við vonumst til að með því að bjóða upp á sendingar um allt land getum við hjálpað fleirum að styðja við sjálfbærar neysluvenjur og nýta tækifærin sem liggja í að endurnýta, deila og halda hlutum í notkun lengur. ♻️ 

Til baka á bloggið
  • Staðsetning

    Þórunnartún 2

    105 Reykjavík

    | 
  • Vörur

    Þú finnur úrval vandaðs hringrásarfatnaðar og fylgihluta í Hringekjunni

    | 
  • Live sessions

    Frá opnun 2021 höfum við staðið fyrir reglulegum tónlistarviðburðum

    | 

SKÖPUM BETRI FRAMTÍÐ

ENDURNÝTUM

Hringrásarhagkerfið er lykillinn að sjálfbærri neyslu og Hringekjan er í fararbroddi þessarar hreyfingar þegar kemur að sjálfbærri tísku.

Veldu Hringekjuna til að stuðla að grænni framtíð og ábyrgara samfélagi.

BÓKA SÖLURÝMI

SJÁLFBÆR NÝSKÖPUN

HRING EFTIR HRING

Hringekjan sameinar endurvinnslu, sjálfbærni og list þar sem hönnuðir og listafólk fá frjálsar hendur til að skapa úr textíl sem fellur til í starfsemi Hringekjunnar.

LESA MEIRA

STOLT

VIÐURKENNING OG ÁHRIF Í SAMFÉLAGINU

Hringekjan var valinbesta second-hand versluní Reykjavík af The Reykjavík Grapevine árið 2022 og 2023. Auk þess var hún valin sem besti nýkomandinn í sama flokki árið 2021.

Þessar viðurkenningar undirstrika áhrif Hringekjunnar á samfélagið og sýna hvernig lítil framtök geta haft veruleg áhrif.

Button label