Við höfum öll staðið fyrir framan fataskápinn okkar og hugsað „Ég á ekkert til að fara í!“ Þrátt fyrir að hann sé fullur af fötum. En hvað ef lausnin liggur í því að fara yfir skápinn, sjá hvað við notum raunverulega.
Flokkaðu fötin – Hvað notar þú í raun?
Til að átta þig á hvaða föt þú notar mest og hver gætu átt betra heimili annars staðar, skaltu flokka þau í fjóra hópa:
👗 Held áfram að nota – Föt sem þú notar reglulega og líður vel í.
🛍️ Þarf lagfæringar – Föt sem þarf að laga, minnka eða breyta.
♻️ Endurselja/gefa – Föt sem eru í góðu ástandi en þú notar ekki lengur.
🗑 Endurvinna – Föt sem eru slitin og ekki nothæf lengur.
Aðferð til að prófa: Snúðu herðatrjám!
Snúðu öllum herðatrjám öfugt í skápnum þínum. Í hvert skipti sem þú notar flík skaltu hengja hana rétt á herðatréð aftur. Eftir þrjá mánuði getur þú auðveldlega séð hvaða föt hafa verið notuð og hver ekki!
✨Að fara yfir fataskápinn er ekki bara leið til að skipuleggja fatnaðinn þinn heldur einnig tækifæri til að vera meðvitaðri um neysluvenjur þínar. Með því að nýta lausnir eins og að selja, gefa og endurnýta, getur þú stuðlað að minni sóun og tekið þátt í hringrásarhagkerfinu.
♻️ Viltu selja flíkur sem þú notar ekki lengur? Kíktu við hjá okkur í Hringekjunni og við hjálpum þér að koma þeim í réttar hendur!