Ferlið - Sölurými í verslun

Þú bókar sölurými

Þú bókar sölurými í 7, 14, 21 eða 28 daga. Eftir bókun færð þú sendan tölvupóst með upplýsingum um það hvernig þú skráir þig inn á "mínar síður", þar sem þú getur hafið skráningu á þínum vörum inn í sölukerfið okkar.

Skráning vara

Þegar þú hefur skráð þig inn á "mínar síður" á hringekjan.is getur þú skráð þínar vörur og verðlagt þær. Það er gert með því að fara í “Product” og ýta á “add” eða með því að "smella hér".

Þar skráir þú inn greinagóða lýsingu á vörunni eins og “Hvít All Saints Peysa” eða “Svartir Dr. Marteins Skór”, Stærð, bókun og verðleggur.

Nauðsynlegt er að vera búinn að skrá inn allar vörur áður en mætt er í verslun.

Skráning á bankaupplýsingum

Til þess að við getum greitt þér út þinn söluhagnað verður þú að skrá inn bankaupplýsingar.

Bankaupplýsingar má skrá með því að fara inn á notenda stillingar þínar á "mínar síður", smella á netfangið þitt og slá inn banka (bank), höfuðbók (ledger) og reikning (account) og við leggjum inn þinn söluhagnað að frádregni veltutengdri leigu (30%) inn á þinn reikning. Útborganir fara fram eftir klukkan 18:00 mánudaga og fimmtudaga eftir að vörur hafa verið sóttar.

Athugaðu að ekki er hægt að greiða út söluhagnað fyrr en bankaupplýsingar hafa verið skráðar inn.

Upphaf leigutímabils

Þú mætir í verslun okkar að Þórunnartúni 2 klukkan 11:00 þann dag sem tímabil þitt hefst. (kl 12:00 á sunnudögum). 
Nauðsynlegt er að vera búinn að skrá inn vörur heima áður en mætt er í verslun. Við komuna afhendum við þér merkibyssu, merkispjöld, strikamerki og þjófavarnir til þess að koma fyrir á þínum vörum. Herðatré og lagerkassi fylgir einnig hverju sölurými.

Ef tíminn klukkan 11:00 hentar þér ekki biðjum við þig um að hafa samband við okkur og við finnum tíma sem hentar.


Myndatökur

Vörur birtast í "Vörur í Verslun". Við hvetjum alla seljendur til þess að taka myndir af sem flestum vörum til þess að auka sýnileika sinna vara. Einnig má deila þeim á sölusíðu okkar á Facebook “Hringekjan - Til Sölu

Þínar sölur

Inni á "mínar síður" á hringekjan.is ættir þú að sjá "Sales" en þar undir munt þú sjá yfirlit yfir sölur úr þínu sölurými.

Verðbreytingar og afsláttur

Þér er frjálst að gera verðbreytingar á vöru hvenær sem er á meðan leigutímabili þínu stendur. Þú framkvæmir verðbreytingar með því að fara inn á "mínar síður" á hringekjan.is, ferð í "Products" og velur þá vöru sem þú ætlar að breyta verðinu á. Athugaðu að hvort sem nýr verðmiði er settur á vöru eða ekki mun nýja verðið skila sér til kaupanda.

Vegna þess að allar vörur eru merktar með strikamerki, lýsingu og verði þarf að prenta út nýjan miða og koma fyrir á vörunni svo rétt verð komi fram á merkingu. Þér er frjálst að koma hvenær sem er og fá nýjan miða til þess að koma fyrir á þinni vöru.

Kjósir þú að gefa afslátt af öllum vörum í þínusölurými á meðan leigutímabili stendur er best að hafa samband við okkur í gegnum gegnum facebook síðu okkar facebook.com/hringekjanversluneða á netfangið verslun@hringekjan.is og við munum ganga frá því fyrir þig.

Ef þú ert með vöru sem þú vilt ekki setja á afslátt er þér frjálst að taka hana úr sölu áður en afsláttur er settur á.

Lok leigutímabils

Að leigutímabili loknu hefur leigutaki til klukkan 12.00 að hádegi næsta dag til að sækja vörur sínar. Séu þær ekki sóttar innan þess dags tekur við geymslugjald næsta dag að upphæð 2.000 krónur á dag, í allt að 7 daga. Geymslugjaldið greiðist eftir að vörur hafa verið sóttar. Eftir 7 daga geymslutímabili loknu teljast vörurnar vera eign Hringekjunnar og verður séð til þess að þær verði endurnýttar eftir fremsta megni.

Ferlið fyrir netrými

Þú bókar netrými í 30, 45, 60 eða 90 daga. Eftir bókun færð þú sendan tölvupóst með upplýsingum um það hvernig þú skráir þig inn á "mínar síður", þar sem þú getur hafið skráningu á þínum vörum inn í sölukerfið okkar.

Skráning vara

  • Farðu í Mitt svæði > Vörur > Bæta við vöru.
  • Skráðu lýsingu (t.d. “Svart COS pils”), verð og bættu við mynd.
  • Gott er að setja eina mynd með hverri vöru – við tökum síðan nýjar vandaðar myndir fyrir birtingu.
  • MIKILVÆGT - afbirtu vöruna og við sjáum um að birta hana þegar við höfum yfirfarið skráningu og bætt við betri myndum.

Afhending vara

Þú kemur með vörurnar í Þórunnartún 2, 105 Reykjavík á opnunartíma versluninnnar.

Mikilvægt: Merkja pokann með þínu nafni og Netsölurýmis númeri. 

Innifalið :

  • Uppfærð myndataka 
  • Skráning í netsölukerfi
  • Yfirferð á verðlagningu og ábendingar um verðbreytingu ef við teljum þurfa
  • Birting á hringekjan.is
  • Geymsla og afhending
  • Póstsendingar
  • Samskipti við viðskiptavini
  • Markaðssetning á netsölu og heimasíðu Hringekjunnar


Verðlagning og samþykki

Þú setur inn þína verðhugmynd við skráningu – við förum yfir hana og höfum samband ef við erum með ábendingu um verðbreytingu. Verð má ekki vera lægra en 5000 kr fyrir hverja vöru.

Verðbreytingar og afsláttur af vörum

Þér er frjálst að gera verðbreytingar á vöru hvenær sem er á meðan leigutímabili þínu stendur svo lengi sem verðið fer ekki niður fyrir 5000 kr. Þú framkvæmir verðbreytingar með því að fara inn á "Mínar Síður" á hringekjan.is, ferð í vörur og velur þá vöru sem þú ætlar að breyta verðinu á. Einnig geturðu haft samband við okkur ef þú vilt að við setjum afslátt á allt netrýmið hjá þér (t.d. 15%, 25% afslátt) með því að senda póst á netsala@hringekjan.is 

 

Útborgun og bankaupplýsingar

Til þess að við getum greitt þér út þinn söluhagnað verður þú að skrá inn bankaupplýsingar.

Þú skráir inn Bankaupplýsingar með því að fara inn á “ Mínar síður ” og smella á “ Prófíll ”.

Við leggjum inn þinn söluhagnað að frádregni söluþóknun okkar eftir að leigu líkur og búið er að sækja óseldar vörur. Útborgun er á mánudags- og fimmtudagskvöldum.

Athugaðu að ekki er hægt að greiða út söluhagnað fyrr en þessar upplýsingar hafa verið skráðar inn  

Áfyllingar á lager - Hámark 15 vörur í einu

Þér er velkomið að fylla á netsölurýmið þitt hvenær sem er á meðan leigutímabili stendur en einungis er í boði að vera með allt að 15 vörur í sölu í einu.

Fyrir komuna til okkar þarft þú að hafa skráð inn vörurnar og verðlagt þær á Mínum síðum ásamt því að merkja þær í poka með númeri á netsölurými áður en skilið er eftir í verslun. Athugið að vörur til áfyllinga geta tekið allt að 3 virka daga að birtast í netsölu.