Saumasprettur Pfaff og Hringekjunnar

Saumasprettur Pfaff og Hringekjunnar

Ertu liðtækur saumari og til í að taka sprettinn?

Það er góður kostur að geta saumað, breytt og bætt og hreinlega endurskapað gamlar flíkur og þannig lengt líf þeirra. Það er ekki bara umhverfisvænt heldur töff að klæðast einstökum fötum sem enginn annar á.  

Pfaff og Hringekjan efna til Saumaspretts þar sem fólk getur látið hæfileikana njóta sín. Veglegir vinningar eru í boði. Ef þú hefur ríkt hugmyndaflug og metnað til að gefa gömlum flíkum nýjan tilgang þá er tækifæri hér. 

Glæsileg verðlaun í boði:

1.verðlaun   Husqvarna Tribute 150C saumavél frá Pfaff að andvirði 139.900 kr. og 4ra vikna leiga á sölurými hjá Hringekjunni
2. verðlaun Brother A50 frá Pfaff og 3ja vikna leiga á sölurými hjá Hringekjunni
3. verðlaun Brother A16 frá Pfaff og 2ja vikna leiga á sölurými hjá Hringekjunni

 

Leikreglur:

  • Þú ferð í Hringekjuna og velur þér flíkur til að breyta og tekur kvittun fyrir kaupunum.
  • Þú ferð í Pfaff og þar færð þú frítt eitt tvinnakefli, sprettuhníf og eitt bréf af saumavélanálum við hæfi í verkið.
  • Þú sest niður og saumar / breytir flíkunum
  • Þegar flíkin er fullgerð skráir þú þig til leiks með því að senda póst á saumasprettur@pfaff.is með nafni og símanúmeri ásamt mynd af þér og flíkunum og fyrir og eftir saumasprettinn og kvittun frá Hringekjunni.
  • Leikurinn stendur yfir frá 10. október til 24. október.
  • Með þátttöku heimilar þú myndbirtingu og kynningu á vefsíðu Pfaff og Hringekjunnar
Til baka á bloggið
  • Staðsetning

    Þórunnartún 2

    105 Reykjavík

    | 
  • Vörur

    Þú finnur úrval vandaðs hringrásarfatnaðar og fylgihluta í Hringekjunni

    | 
  • Live sessions

    Frá opnun 2021 höfum við staðið fyrir reglulegum tónlistarviðburðum

    | 

SKÖPUM BETRI FRAMTÍÐ

ENDURNÝTUM

Hringrásarhagkerfið er lykillinn að sjálfbærri neyslu og Hringekjan er í fararbroddi þessarar hreyfingar þegar kemur að sjálfbærri tísku.

Veldu Hringekjuna til að stuðla að grænni framtíð og ábyrgara samfélagi.

BÓKA SÖLURÝMI

SJÁLFBÆR NÝSKÖPUN

HRING EFTIR HRING

Hringekjan sameinar endurvinnslu, sjálfbærni og list þar sem hönnuðir og listafólk fá frjálsar hendur til að skapa úr textíl sem fellur til í starfsemi Hringekjunnar.

LESA MEIRA

STOLT

VIÐURKENNING OG ÁHRIF Í SAMFÉLAGINU

Hringekjan var valinbesta second-hand versluní Reykjavík af The Reykjavík Grapevine árið 2022 og 2023. Auk þess var hún valin sem besti nýkomandinn í sama flokki árið 2021.

Þessar viðurkenningar undirstrika áhrif Hringekjunnar á samfélagið og sýna hvernig lítil framtök geta haft veruleg áhrif.

Button label