Translation missing: is.accessibility.skip_to_text

Translation missing: is.localization.language_label

Fréttir

Fimm ástæður til að kaupa notuð föt
Fimm ástæður til að kaupa notuð föt
  1. Þau eru umhverfisvæn og vistvæn en talið er textíl framleiðsla orsaki milli 8 og 10% af heildar losun gróðurhúsalofttegunda. Notuð föt hafa nú þegar verið búin til og auka því ekki losun. Að auki ertu að hjálpa til við að draga úr vatnsúrgangi og efnamengun sem tengist framleiðsluaðferðum samtímans. Textíliðnaðurinn er annar mest mengandi iðnaður heims á eftir olíu.
  2. Þau eru ódýrari. Notuð föt og jafnvel hönnunarperlur eru oftast ódýrari en glænýjar flíkur. Auk þess er líklegt að enginn eigi nákvæmlega eins flík! 
  3. Þær endast lengur. Ef þú kaupir vandaða notaða flík þá er líklegt að hún muni endast þér í langan tíma ef þú passar vel upp á hana. Föt voru framleidd til að endast þar til ekki fyrir svo löngu síðan en í dag er svo mikið af fjöldaframleiddum fötum sem fólk kaupir endalaust mikið af að þau eru ekki  sérlega vönduð. Eldri flíkur, sérstaklega þær sem eru 20- 100 ára gamlar eru sérstaklega vandaðar. 
  4. Þú ert að draga úr álagi á urðunarstaði. Við framleiðum um 17 milljónir tonna af textíl á ári á meðan Íslendingar henda að jafnaði 13 kg af textíl ár hvert.  Margt af þessu er í raun í góðu ástandi og er hægt að nota það miklu lengur, sem væri raunin ef fleiri endurnýttu fatnað.  
  5. Með því að nota endurnýtt föt ert þú hjálpa til við að draga úr eftirspurn eftir hraðri tísku. Og þar með  ertu að draga úr eftirspurn eftir þrælkunarvinnu og stuðla að sanngjarnari og. hreinni heimi.

Skráðu þig á póstlistann. Fáðu nýjustu fréttir og tilboð send

Translation missing: is.blogs.article.news