Translation missing: is.accessibility.skip_to_text

Ert þú ástríðu- og metnaðarfulli leiðtoginn sem Hringekjan leitar að?

Translation missing: is.localization.language_label

Fréttir

Ekki taka þátt í hjarðhegðun tískunnar - vertu þú sjálfur
Ekki taka þátt í hjarðhegðun tískunnar - vertu þú sjálfur

Ásthildur Hannesdóttir tók viðtal við Davíð, annan eiganda hringekjunnar fyrir hönd Smartlands á mbl.is - Myndir mbl.is/Árni Sæberg

Davíð er ansi lit­rík­ur karakt­er og sést það vel á fata­stíl hans. Hann seg­ist hafa gam­an að því að klæða sig upp og er óhrædd­ur við að skera sig úr fjöld­an­um. Og segist ekki fylgja neinum sérstökum straumum og segist hafa gaman að því að bún­inga fyr­ir ýmis til­efni. Bún­ing­arn­ir fara ým­ist eft­ir til­efni, aðstæðum, líðan, veðri eða hverju sem er en hann og lít­ur á fata­valið sem eins kon­ar bún­inga­hönn­un fyr­ir leik­svið lífs­ins. 

Hvað er tíska í þínum huga?

„Tíska er í stór­um drátt­um hjarðhegðun að mínu mati þar sem all­ir kepp­ast um að elta ná­ung­ann en fyr­ir mér er tæki­færi til að losna við staðalí­mynd­ir og koma til dyr­anna eins og lit­rík­ur trúður ef og þegar það á við, með tísku hef­ur þú tæki­færi til að tjá þig eins og þér líður hverju sinni. Því fleiri lit­ir, því betra. 

Davíð seg­ir mik­inn mun vera á úr­vali þegar litið er til herra- og dömufatnaðar. 

„Þetta litla úr­val kem­ur oft niður á litaglöðum ein­stak­lingi eins og mér,“ seg­ir Davíð sem versl­ar föt­in sín helst í hringrás­ar­versl­un­um eða á nytja­mörkuðum. „Ég veit ekki hversu oft ég hef gengið upp að geggjaðri lit­ríkri flík og kom­ast svo að því að þetta er dömuflík og ekki til í minni stærð,“ út­skýr­ir Davíð. „Oft er sagt við mig: „þetta er ein­göngu til í kvenna­stærðum“ á meðan ég klæði mig í lit­ríku flík­ina sem ekki er ætluð því kyni sem ég til­heyri. Hugs­an­lega er flík­in ör­lítið of snubbótt á mig, en hverj­um er ekki sama?“ seg­ir Davíð og vill eyða burt staðalí­mynd­um kynj­anna þegar kem­ur að fatnaði.

Hvernig klæðir þú þig dags­dag­lega?

„Ef ég ætti að reyna að lýsa því sjálf­ur þá er það frek­ar af­slappaður klæðaburður, bol­ur, galla­skyrta og galla­bux­ur en alltaf í lit. Ég tók ást­fóstri við lopa­peys­una sem ég fékk í jóla­gjöf frá kon­unni í veðrinu sem er búið að vera hér frá ára­mót­um. Lopa­peys­an pöruð við geggjaðan „vinta­ge bom­ber“ jakka hafa komið mér langt í vet­ur.“

„Fyr­ir mér eru lit­ir í dags­dag­legu um­hverfi mjög mik­il­væg­ir hvort sem þeir eru í fatnaði, arki­tekt­úr eða hvaða hönn­un sem er. Lit­ir hafa bein áhrif á líðan okk­ar,“ seg­ir Davíð.

Verstu fata­kaup­in?

„Flest allt sem ég keypti í kring­um 2000. Ég get ómögu­lega lýst því hversu illa mér leið í flest öllu sem ég keypti mér í kring­um þann tíma. Polyester og kaldi svit­inn sem fylgdi því eru mín­ar allra verstu minn­ing­ar alda­mót­anna.“

Bestu fata­kaup­in?

„Ég hef gert al­veg tölu­vert af góðum kaup­um und­an­farið í Hring­ekj­unni en það verður að segj­ast að það besta hingað til er Pi­lot sam­fest­ing­ur sem ég keypti síðasta sum­ar. Ég virðist hafa misst af upp­lýs­ing­un­um um það hversu fá­rán­lega þægi­legt það er að dansa í sam­fest­ing. Það er það gott að mér líður eins og sam­fest­ing­um hafi verið vís­vit­andi haldið frá mér í gegn­um tíðina.“

Viðtalið má nálgast í heild sinni á Smartland

Skráðu þig á póstlistann. Fáðu nýjustu fréttir og tilboð send

Translation missing: is.blogs.article.news