og finndu úrval af hringrásr- og sjálfbærum vörum
Mán - Fös 12:00 - 18:00
Laug 12:00 - 17:00
Sun 12:00 - 16:00
Ásthildur Hannesdóttir tók viðtal við Davíð, annan eiganda hringekjunnar fyrir hönd Smartlands á mbl.is - Myndir mbl.is/Árni Sæberg
Davíð er ansi litríkur karakter og sést það vel á fatastíl hans. Hann segist hafa gaman að því að klæða sig upp og er óhræddur við að skera sig úr fjöldanum. Og segist ekki fylgja neinum sérstökum straumum og segist hafa gaman að því að búninga fyrir ýmis tilefni. Búningarnir fara ýmist eftir tilefni, aðstæðum, líðan, veðri eða hverju sem er en hann og lítur á fatavalið sem eins konar búningahönnun fyrir leiksvið lífsins.
„Tíska er í stórum dráttum hjarðhegðun að mínu mati þar sem allir keppast um að elta náungann en fyrir mér er tækifæri til að losna við staðalímyndir og koma til dyranna eins og litríkur trúður ef og þegar það á við, með tísku hefur þú tækifæri til að tjá þig eins og þér líður hverju sinni. Því fleiri litir, því betra.
„Þetta litla úrval kemur oft niður á litaglöðum einstaklingi eins og mér,“ segir Davíð sem verslar fötin sín helst í hringrásarverslunum eða á nytjamörkuðum. „Ég veit ekki hversu oft ég hef gengið upp að geggjaðri litríkri flík og komast svo að því að þetta er dömuflík og ekki til í minni stærð,“ útskýrir Davíð. „Oft er sagt við mig: „þetta er eingöngu til í kvennastærðum“ á meðan ég klæði mig í litríku flíkina sem ekki er ætluð því kyni sem ég tilheyri. Hugsanlega er flíkin örlítið of snubbótt á mig, en hverjum er ekki sama?“ segir Davíð og vill eyða burt staðalímyndum kynjanna þegar kemur að fatnaði.
„Ef ég ætti að reyna að lýsa því sjálfur þá er það frekar afslappaður klæðaburður, bolur, gallaskyrta og gallabuxur en alltaf í lit. Ég tók ástfóstri við lopapeysuna sem ég fékk í jólagjöf frá konunni í veðrinu sem er búið að vera hér frá áramótum. Lopapeysan pöruð við geggjaðan „vintage bomber“ jakka hafa komið mér langt í vetur.“
„Fyrir mér eru litir í dagsdaglegu umhverfi mjög mikilvægir hvort sem þeir eru í fatnaði, arkitektúr eða hvaða hönnun sem er. Litir hafa bein áhrif á líðan okkar,“ segir Davíð.
„Flest allt sem ég keypti í kringum 2000. Ég get ómögulega lýst því hversu illa mér leið í flest öllu sem ég keypti mér í kringum þann tíma. Polyester og kaldi svitinn sem fylgdi því eru mínar allra verstu minningar aldamótanna.“
„Ég hef gert alveg töluvert af góðum kaupum undanfarið í Hringekjunni en það verður að segjast að það besta hingað til er Pilot samfestingur sem ég keypti síðasta sumar. Ég virðist hafa misst af upplýsingunum um það hversu fáránlega þægilegt það er að dansa í samfesting. Það er það gott að mér líður eins og samfestingum hafi verið vísvitandi haldið frá mér í gegnum tíðina.“
Viðtalið má nálgast í heild sinni á Smartland
Skráðu þig á póstlistann. Fáðu nýjustu fréttir og tilboð send
Fréttabréf um bann á endursölu á vörum frá SHEIN - vörur merkisins innihalda heilsuspillandi magn af blýi og öðrum hættulegum eiturefnum. Skilmálar Hringekjunnar banna endursölu á vörum skaðlega heilsu fólks. Greinin inniheldur nánari upplýsingar um þessa stefnu.
Nú í sumar, keyrðum við af stað nýja vefsíðu fyrir starfsemi Hringekjunnar - og hlökkum...
Reykjavík Grapevine útnefnir reglulega bestu fyrirtæki Reykjavíkur. Opnunar árið okkar...
Hringekjan í samstarfi við seamStress (Isabelle Bailey) hefur samstarfsverkefnið Hringe...
Ertu á leiðinni í sumarfrí? Er þá ekki tilvalið að koma þeim flíkum sem þú ert hætt/ur...
Ásthildur Hannesdóttir tók viðtal við Davíð, annan eiganda hringekjunnar fyrir hönd Sm...