Til þess að við getum greitt þér út þinn söluhagnað verður þú að skrá inn bankaupplýsingar.
Bankaupplýsingar má skrá með því að fara inn á notenda stillingar þínar á "mínar síður", smella á netfangið þitt og slá inn banka (bank), höfuðbók (ledger) og reikning (account) og við leggjum inn þinn söluhagnað að frádregni veltutengdri leigu (30%) inn á þinn reikning. Útborganir fara fram eftir klukkan 18:00 mánudaga og fimmtudaga eftir að vörur hafa verið sóttar.
Athugaðu að ekki er hægt að greiða út söluhagnað fyrr en bankaupplýsingar hafa verið skráðar inn.
Á bakvið KRHA stendir hönnuðinn Kristrún Rut Hassing Antonsdóttur en Kristrún leggur áherslu á sjálfbærni, endurvinnslu og skapandi litasamsetningar.
Hver flík er handgerð og endurunnin úr ónýttum vörum sem falla til í Hringekjunni. Hönnunin dregur innblástur úr bretta/bóhem tísku.
seamSTRESS er slow fashion verkefnið hennar Isabelle Bailey, saumakonu.
Hún einblínir á að hanna og sauma fatnað úr notaðri vefnaðarvöru sem myndi annars lenda í gám; svo sem gömul föt eða efnisleifar af ýmsu tagi.
Jón Sæmundur hefur tekið að sér að myndskreyta leðurjakka sem hafa safnast hjá okkur og er hver og einn jakki einstakur.