Heimagerðar gjafir eru í miklu uppáhaldi hjá okkur.

Hér eru nokkrar hugmyndir sem munu án efa gleðja 🌟

 

Kerti úr bolla 🕯☕️

Búðu til kerti úr gömlum te- eða kaffibollum. Þú getur notað vax úr gömlum kertum sem þú bræðir og hellir í bollana. Þú getur svo bætt við hreinum ilmkjarnaolíum í vaxið ef þú villt búa til ilmkerti.

 

Upplifun um jólin

Prjón- eða heklverk 🧶

Ef þú kannt að prjóna eða hekla, þá eru prjónaðir vettlingar, treflar eða húfar yndisleg gjöf. Þessar gjafir eru hlýjar, nýtsamlegar og bera með sér hjartaást þann sem býr til.

 

Baðsalt eða líkamsskrúbb 🛀

Náttúrulegar líkamssnyrtivörur eru falleg leið til að gleðja ástvini. Þú getur búið til baðsalt með Epsom-salti og ilmolíum eða einfaldan líkamsskrúbb úr kókosolíu og sykri. Settu blönduna í fallegar krukkur og skreyttu með miða og borðum.

 

Myndir eða skreyttar minningabækur 🗒 🖼

Búðu til myndaalbúm eða minningabók sem inniheldur ævintýri og upplifanir sem þú hefur deilt með viðtakandanum eða gefðu innramaða mynd frá góðum tíma. þú getur fundið allskonar myndaramma á nytjamörkuðunum.

 

Kryddjurtapottar 🌱

Búðu til lítil kryddjurtagarðasett sem viðtakandinn getur haft í eldhúsinu. Notaðu endurnýttar krukkur eða litla potta, settu í mold og kryddjurt eins og basil, myntu eða rósmarín. Skreyttu pottana með borðum eða handskrifuðum merkimiðum.

 

Persónulegt gjafabréf 💌

Búðu til fallegt gjafabréf þar sem þú býður upp á eitthvað sem gleður viðtakandann. Þetta gæti verið pössun fyrir vinkonu, heimatilbúinn kvöldverður fyrir vin, eða jafnvel fótanudd fyrir makann.

 

Taktu eitt skref í átt að sjálfbærni:

Hvort sem þú velur handgerðar gjafir, nytja- og hringrásarvörur eða gefur tíma þinn og ást í stað efnishyggju, þá ertu að stuðla að dýrmætri breytingu. Þetta eru jólin þar sem gjafirnar segja sögu – um umhyggju, sjálfbærni og gleði.

 

👉 Byrjaðu að gera jólin grænni í dag. Gefum með hjartanu og gerum hátíðina bæði hlýlega og ábyrgari. 💚

Til baka á bloggið

Það má gefa notað í jólagjöf

Hvort sem það eru flíkur með sögu, einstakir gullmolar eða endurnýtt og endurskapað. Þá eru þetta jólagjafir sem gleðja bæði ástvini og jörðina.

LESA MEIRA

Hvar á landinu finn ég

Hringrásarverslanir?

Reykjavík

  • Hringekjan – Hringrásarverslun með leigu á sölurýmum
    Staðsetning: Þórunnartún 2, 105 Reykjavík.
  • Hertex – Nytjaverslun rekin af Hjálpræðishernum sem selur notaðan fatnað og aðra muni.
    Staðsetning: Vínlandsleið 6-8, 113 Reykjavík.
  • Rauði krossinn – Nokkrar verslanir með fjölbreytt úrval af notuðum fatnaði og munum.
    Staðsetningar: Laugavegur 12, Kringlan, Laugavegur 116 og Þönglabakki 1.
  • Basarinn – Nytjamarkaður Sambands íslenskra kristniboðsfélaga.
    Staðsetning: Austurver, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík.
  • Verzlanahöllin – Sölurými fyrir fatnað, fylgihluti og heimilisvörur.
    Staðsetning: Laugavegur 26, 101 Reykjavík.
  • ABC Nytjamarkaður – Selur fatnað, bækur og fleiri hluti.
    Staðsetningar: Laugavegur 118, 105 Reykjavík; Nýbýlavegur 6, 200 Kópavogur.
  • Barnaloppan – Sérhæfir sig í barnafatnaði og fylgihlutum.
    Staðsetning: Skeifan 11a, 108 Reykjavík.
  • Spúútnik – Vintage-verslun með fatnað og fylgihluti.
    Staðsetning: Laugavegur 28b, 101 Reykjavík og Kringlunni
  • Kolaportið – Flóamarkaður með notaðar vörur og gjafir.
    Staðsetning: Tryggvagata, 101 Reykjavík.
  • Gyllti kötturin Second hand og vintage 
  • Staðsetning: Austurstræti 8-10 , 101 Reykjavík
  • Wasteland – Second-hand og vintage.
    Staðsetning: Ingólfsstræti 5, 101 Reykjavík.
  • Spjara – Fataleiga.
    Staðsetning: Hallgerðargata 19-23, 105 Reykjavík.
  • Ríteil – Hringrásarverslun með fatnað.
    Staðsetning: Smáratorgi 3, 201 Kópavogur.
  • Antikhúsið – Antík vörur fyrir heimilið.
    Staðsetning: Þverholt 5, 105 Reykjavík.
  • Portið – Antík vörur fyrir heimilið.
    Staðsetning: Auðbrekku 21, 200 Kópavogur.
  • Gullið mitt - Hringrásarverslun með leigu á sölurýmum
  • Staðsetning: Smiðjuvegur 4a, kópavogur
  • Mamma mía vintage - Vintage og second hand 
  • Staðsetning : Bergstaðastræti 2 , 101 Reykajvík 
  • Elley - Second hand góðgerðarsala - Kvennaathvarfið
  • Staðsetning : Austurströnd 10 ,Seltjarnarnes
  • Efnisveitan – Notuð skrifstofu og iðnaðarvara.
  • Staðsetning: Skeifan 7, 104 Reykjavík.

    Austurland

    Egilsstaðir

    • Rauði krossinn á Egilsstöðum – Nytjamarkaður með notaðan fatnað og muni.
      Staðsetning: Dynskógar 4, 700 Egilsstaðir.

    Norðurland

    Akureyri

    • Hertex – Nytjaverslun með fatnað og aðra muni.
      Staðsetning: Hrísalundur 1b, 600 Akureyri.
    • Rauði krossinn við Eyjafjörð – Nytjamarkaður með fjölbreytt úrval.
      Staðsetning: Þórunnarstræti 98, 600 Akureyri.
    • Afturnýtt – Verslun með sölubása fyrir notaðan fatnað og fylgihluti.
      Staðsetning: Sunnuhlíð, 600 Akureyri.

    Húsavík

    • Rauði krossinn á Húsavík – Verslun með fjölbreytt úrval af notuðum vörum.
      Staðsetning: Garðarsbraut 44, 640 Húsavík.

    Dalvík

    • Litla Loppan – Nytjamarkaður með notaðan fatnað og aðra muni.
      Staðsetning: Hólavegur 15, 620 Dalvík.

    Siglufjörður

    • Flóamarkaðurinn í Sigluvík – Verslun með notaðan fatnað og fylgihluti.
      Staðsetning: Siglufjörður.

    Suðurland

    Selfoss

    • Rauði krossinn á Suðurlandi – Nytjamarkaður með fjölbreytt úrval af notuðum vörum.
      Staðsetning: Eyravegur 23, 800 Selfoss.
    •  Nytjamarkaðurinn á selfoss Gagnheiði 32, 800 Selfoss 

    Hveragerði 

    • Verahvergi Austurmörk 1-3, 810 Hveragerði 

    Vestmannaeyjar

    • Rauði krossinn í Vestmannaeyjum – Nytjamarkaður með áherslu á samfélagslega ábyrgð.
      Staðsetning: Strandvegur 50, 900 Vestmannaeyjar.

    Suðvesturland

    Reykjanesbær

    • Hertex – Nytjaverslun með áherslu á sjálfbæra neyslu.
      Staðsetning: Hafnargata 50, 230 Reykjanesbær.

    Selfoss

    • Rauði krossinn á Suðurlandi – Nytjamarkaður með fjölbreytt úrval af notuðum vörum.
      Staðsetning: Eyravegur 23, 800 Selfoss.

    Akranes

    • Rauði krossinn á Vesturlandi – Nytjamarkaður með góðan fatnað og aðra muni.
      Staðsetning: Kirkjubraut 50, 300 Akranes.

    Vantar á listann?

    Ertu með ábendingu um eitthvað sem vantar á listann?

    Sendu okkur endilega línu í gegnum spjallblöðruna hér á síðunni hjá okkur.

    1 af 3