Fullkomnar í jólagjafapakkann á hringrásar jólum
Að velja umhverfisvænar vörur og íslenska hönnun í jólagjöf er líka gjöf til umhverfisins og íslensks samfélags ❤️
Af hverju að velja umhverfisvænar vörur?
Sjálfbærar vörur draga úr umhverfisáhrifum með minni sóun og ábyrgri nýtingu auðlinda. Þær eru gjarnan hannaðar með gæði og endingu í huga, sem gerir þær að langtíma gleðigjöfum.
Íslensk hönnun í jólapakkann 🇮🇸 🌿
Íslenskir hönnuðir hafa lengi staðið fyrir einstökum vörum sem byggja á gæðum, sköpunargleði og tengingu við náttúruna. Með því að velja íslenska hönnun styður þú íslenska framleiðendur og hönnuði sem vinna oft með staðbundin hráefni og endurnýtingu.
Hugmyndir fyrir umhverfisvænar jólagjafir ♻️ 🎁
Endurskapað: Veski, skartgripir og fatnaður úr endurnýttum efnum, unnin af íslenskum hönnuðum.
Listaverk: Smáverk, prent, keramik eða skúlptúrar frá íslenskum listamönnum.
Umhverfisvænir sokkar og nærföt: Mjúkir sokkar og nærföt úr umhverfisvænum efnum.
Umhverfisvænar húð- og snyrtivörur: Náttúrulegar og plastlausar vörur unnar úr íslenskum hráefnum.
Margskonar markaðir eru haldnir á vegum listafólks og umhverfissinna í kringum hátíðarnar á höfuðborgarsvæðinu.
Láttu jólin í ár snúast um að gefa með hjartanu – og fyrir framtíðina.
Hringrásar jól sem gleðja alla 💚 🌏
Gleðileg og græn jól! 🎄