Translation missing: is.accessibility.skip_to_text

Translation missing: is.localization.language_label

Fréttir

Þurfum að vakna upp frá neysluhyggjunni
Þurfum að vakna upp frá neysluhyggjunni

Steingerður Sonja Þórisdóttir tók við tal við okkur Hringekjuhjónin fyrir hönd fréttablaðsins í aðdraganda opnunar okkar 6. Janúar 2021 sem birtist í fréttablaðinu þann 10. Janúar 2021


Hjónin Davíð Örn og Jana Maren opnuðu á dögunum loppubúðina Hringekjuna við Þórunnartún 2. Þau misstu bæði vinnuna í fyrstu bylgju COVID og ákváðu í kjölfarið að gera eitthvað áhugavert saman.


Hjónin Davíð Örn Jóhannsson og Jana Maren Óskarsdóttir hafa staðið í stórræðum og nýtt tímann vel í faraldrinum. Þau opnuðu búðina Hringekjuna við Þórunnartún 2, sem er það sem margir hafa íslenskað og kallað loppubúð. Þar getur fólk selt notaðar vörur og gefið þeim þar með nýtt líf. Bæði misstu þau vinnuna í fyrstu bylgju COVID-19 en ákváðu að hugsa í lausnum og vinna að opnun Hringekjunnar.

„Við ákváðum að reyna að nýta sumarið í það að búa okkur til nýtt verkefni til að vinna að saman. Eftir að hafa ferðast vítt og breitt um landið í sumar skaut þessi hugmynd upp kollinum í bongóblíðu á Seyðisfirði í ágúst og við erum búin að vinna þétt að þessu verkefni síðan,“ segir Davíð Örn.

Áhugafólk um endurnýtingu

Segðu mér frá tilkomu nafnsins, Hringekjan?

„Við eyddum langri helgi í sumarbústað á Kirkjubæjarklaustri í september þar sem við fórum í miklar pælingar í þeim tilgangi að finna nafn sem myndi vera íslenskt og hafa góða tengingu í fyrir hvað við stöndum. Hringekjan varð á endanum fyrir valinu þar sem það er fallegt íslenskt orð sem hefur þessa tengingu við hringrásarhagkerfið sem við vorum að leitast eftir,“ segir Jana Maren.

Sjálf hafa þau lengi verið mikið áhugafólk um endurnýtingu.

„Í gegnum tíðina höfum við mikið keypt af notuðum fatnaði og innanstokksmunum fyrir heimilið. Einnig verður að árétta að við lifum á þeim tímum þar sem við þurfum öll að fara að vakna upp frá neysluhyggjunni ef við ætlum okkur ekki að ganga endanlega frá jörðinni, Hringekjan er okkar framlag í þessa baráttu og vonum við að henni fylgi aukin vitundarvakning til frambúðar,“ segir Davíð.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér: https://www.frettabladid.is/lifid/urfum-a-vakna-upp-fra-neysluhyggjunni/

Skráðu þig á póstlistann. Fáðu nýjustu fréttir og tilboð send

Translation missing: is.blogs.article.news