Árið 2022 hætti Hringekjan endursölu á SHEIN fatnaði vegna umhverfis- og heilsuhagsmuna

Árið 2022 hætti Hringekjan endursölu á SHEIN fatnaði vegna umhverfis- og heilsuhagsmuna

Ákvörðun með áhrifum

Árið 2022 tók Hringekjan mikilvægt skref í átt að sjálfbærri neyslu með því að fjarlægja allar SHEIN vörur úr sölu. Þetta var gert í ljósi upplýsinga um heilsuspillandi efni í fatnaði merkisins, sem stríðir gegn stefnu Hringekjunnar um sjálfbærni og ábyrga neyslu.

Í kjölfarið tóku fjölmiðlar við sér og fjölluðu ítarlega um málið “Hætta að selja föt frá kínverska tískurisanum Shein vegna eiturefna”. Aðrar hringrásarverslanir líkt og Rauðikrossinn fylgdu svo fordæmi Hringekjunnar, sjá “Rauði krossinn útilokar föt frá SHEIN úr verslunum

Vitundarvakning í neytendahegðun

Þessi ákvörðun er hluti af stærri vitundarvakningu hjá Hringekjunni, þar sem markmiðið er að hvetja neytendur til að íhuga uppruna og áhrif kaupa sinna á bæði umhverfi og samfélag.

Áframhaldandi fræðsla og breytt hegðun

Hringekjan er staðráðin í að halda áfram að fræða og hvetja til breyttrar hegðunar í neysluvenjum, í þeirri von að stuðla að sjálfbærari framtíð. Frekari upplýsingar um þetta mál og ákvörðunartökuna má finna í greininni "SHEIN á ekki heima í hringrásarhagkerfinu" hér á vefsíðu Hringekjunnar.

Valið er þitt!

Það ert þú sem ákveður hvað endar í innkaupakörfunni þinni og hver áhrifin verða á endanum.

Hringekjan býður þér að taka meðvitað ákvörðun sem hefur jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið.

Taktu ákvörðun með áhrifum. Taktu ákvörðun með hjartanu. Ákveddu að gera breytingar í dag, þitt val skiptir máli!.

Til baka á bloggið
  • Staðsetning

    Þórunnartún 2

    105 Reykjavík

    | 
  • Vörur

    Þú finnur úrval vandaðs hringrásarfatnaðar og fylgihluta í Hringekjunni

    | 
  • Live sessions

    Frá opnun 2021 höfum við staðið fyrir reglulegum tónlistarviðburðum

    | 

SKÖPUM BETRI FRAMTÍÐ

ENDURNÝTUM

Hringrásarhagkerfið er lykillinn að sjálfbærri neyslu og Hringekjan er í fararbroddi þessarar hreyfingar þegar kemur að sjálfbærri tísku.

Veldu Hringekjuna til að stuðla að grænni framtíð og ábyrgara samfélagi.

BÓKA SÖLURÝMI

SJÁLFBÆR NÝSKÖPUN

HRING EFTIR HRING

Hringekjan sameinar endurvinnslu, sjálfbærni og list þar sem hönnuðir og listafólk fá frjálsar hendur til að skapa úr textíl sem fellur til í starfsemi Hringekjunnar.

LESA MEIRA

STOLT

VIÐURKENNING OG ÁHRIF Í SAMFÉLAGINU

Hringekjan var valinbesta second-hand versluní Reykjavík af The Reykjavík Grapevine árið 2022 og 2023. Auk þess var hún valin sem besti nýkomandinn í sama flokki árið 2021.

Þessar viðurkenningar undirstrika áhrif Hringekjunnar á samfélagið og sýna hvernig lítil framtök geta haft veruleg áhrif.

Button label