Translation missing: is.accessibility.skip_to_text

Translation missing: is.localization.language_label

Fréttir

Ekki henda fötum
Ekki henda fötum

Íslendingar hentu rúmlega 20 kg af fatnaði á mann árið 2020 og eykst það með ári hverju.

Árið 2016 var það að meðaltali 15 kíló samkvæmt samantekt Umhverfisráðuneytisins og  rúmlega 8 kílóum árið 2012. Það er meira en tvöföldun á aðeins átta árum. Magnið sem flutt er til landsins af fatnaði er mikið og hefur það aukist um 50% frá árinu 2014; árið 2018 voru flutt inn tæp 4.890 tonn af fatnaði (skór ekki meðtaldir). Þannig að það er af nógu að taka fyrir endursölu.

Hver einasta flík sem er framleidd krefst orku- og vatnsnotkunar og hefur í för með sér losun á mengandi efnum. Framleiðsla á aðeins einum gallabuxum þarfnast til dæmis tæplega 11.000 lítra af vatni.

Með því að kaupa eða selja notaðar flíkur sparar þú orku, efni og vatn sem notað er í framleiðslu nýrra flíka. Gæði notaðs fatnaðar á Íslandi eru almennt mikil og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. 

Taktu þátt í hringrásarhagkerfinu og bókaðu  þitt rými hér

Skráðu þig á póstlistann. Fáðu nýjustu fréttir og tilboð send

Translation missing: is.blogs.article.news