Vöruskilmálar

Hringekjan áskilur sér rétt að hafna uppsetningu á vörum sem starfsfólk telur ekki mæta gæðakröfum þjónustunnar. Gæðakröfur eiga við ástand vöru, hvort varan sé hrein, hvort tiltekin vara sé heilleg, götótt eða ónýt, eða gölluð að einhverju leyti.

Ekki er heimilt að selja leyfisskyldar, ólöglegar, falsaðar, eða skaðlegar vörur í Hringekjunni. Tóbak, vörur sem innihalda nikótín, áfengi, matvara, vopn, flugeldar, klámfengið efni eða aðrar vörur sem starfsmenn Hringekjunnar telja ekki við hæfi verða umsvifalaust fjarlægðar.

Leiguþjónusta Hringekjunnar er gerð í þeim tilgangi að styðja við lausn fyrir einstaklinga að koma notuðum fatnaði í farveg. Innan þjónustunnar er ekki heimilt að selja vörur keyptar í þeim tilgangi að endurselja þær. Einnig er viðskiptavinum með öllu óheimilt að selja vörur úr annars konar verslunarrekstri undir eigin nafni, en slík viðskipti heyra undir aðrar reglur en notaður fatnaður frá einstaklingum. Verði viðskiptavinur uppvís að slíku verður samningi hans rift og sölurými tæmt án endurgreiðslu á leiguverði.

HRING EFTIR HRING

KRHA

Á bakvið KRHA stendir hönnuðinn Kristrún Rut Hassing Antonsdóttur en Kristrún leggur áherslu á sjálfbærni, endurvinnslu og skapandi litasamsetningar.

Hver flík er handgerð og endurunnin úr ónýttum vörum sem falla til í Hringekjunni. Hönnunin dregur innblástur úr bretta/bóhem tísku.

SJÁ NÁNAR

HRING EFTIR HIRN

SEAMSTRESS

seamSTRESS er slow fashion verkefnið hennar Isabelle Bailey, saumakonu.

Hún einblínir á að hanna og sauma fatnað úr notaðri vefnaðarvöru sem myndi annars lenda í gám; svo sem gömul föt eða efnisleifar af ýmsu tagi.

KÍKTU Á VERKIN

Hring eftir hring

Jón sæmundur

Jón Sæmundur hefur tekið að sér að myndskreyta leðurjakka sem hafa safnast hjá okkur og er hver og einn jakki einstakur.

KÍKTU Á VERKIN