Verðbreytingar og afsláttur

Þér er frjálst að gera verðbreytingar á vöru hvenær sem er á meðan leigutímabili þínu stendur. Þú framkvæmir verðbreytingar með því að fara inn á "mínar síður" á hringekjan.is, ferð í "Products" og velur þá vöru sem þú ætlar að breyta verðinu á. Athugaðu að hvort sem nýr verðmiði er settur á vöru eða ekki mun nýja verðið skila sér til kaupanda.

Vegna þess að allar vörur eru merktar með strikamerki, lýsingu og verði þarf að prenta út nýjan miða og koma fyrir á vörunni svo rétt verð komi fram á merkingu. Þér er frjálst að koma hvenær sem er og fá nýjan miða til þess að koma fyrir á þinni vöru.

Kjósir þú að gefa afslátt af öllum vörum í þínusölurými á meðan leigutímabili stendur er best að hafa samband við okkur í gegnum gegnum facebook síðu okkar facebook.com/hringekjanversluneða á netfangið verslun@hringekjan.is og við munum ganga frá því fyrir þig.

Ef þú ert með vöru sem þú vilt ekki setja á afslátt er þér frjálst að taka hana úr sölu áður en afsláttur er settur á.

HRING EFTIR HRING

KRHA

Á bakvið KRHA stendir hönnuðinn Kristrún Rut Hassing Antonsdóttur en Kristrún leggur áherslu á sjálfbærni, endurvinnslu og skapandi litasamsetningar.

Hver flík er handgerð og endurunnin úr ónýttum vörum sem falla til í Hringekjunni. Hönnunin dregur innblástur úr bretta/bóhem tísku.

SJÁ NÁNAR

HRING EFTIR HIRN

SEAMSTRESS

seamSTRESS er slow fashion verkefnið hennar Isabelle Bailey, saumakonu.

Hún einblínir á að hanna og sauma fatnað úr notaðri vefnaðarvöru sem myndi annars lenda í gám; svo sem gömul föt eða efnisleifar af ýmsu tagi.

KÍKTU Á VERKIN

Hring eftir hring

Jón sæmundur

Jón Sæmundur hefur tekið að sér að myndskreyta leðurjakka sem hafa safnast hjá okkur og er hver og einn jakki einstakur.

KÍKTU Á VERKIN