Leigutaki sér um uppsetningu á sínu sölurými. Uppsetning fer þannig fram að leigutaki mætir í verslunina klukkustund fyrir opnun daginn sem leigutímabil hefst eða klukkan 11.00 (kl 12:00 á sunnudögum). Nauðsynlegt er að búið sé að skrá allan fatnað með góðri lýsingu og verði inni á "Mínum síðum" á hringekjan.is. Hringekjan útvegar leigutaka herðatré, merkibyssu og miða, auk þjófavarna til afnota á meðan á leigutímabili stendur.
Leigutaki fær afnot af þjófavörnum en ber sjálfur ábyrgð á að óska eftir þeim og áfesta þær á sínar vörur.
Athugið að ef rýmið þitt er ekki sett upp innan þriggja daga frá því að leiga hefst áskiljum við okkur þann rétt að setja rýmið aftur í sölu.
HRING EFTIR HRING
Á bakvið KRHA stendir hönnuðinn Kristrún Rut Hassing Antonsdóttur en Kristrún leggur áherslu á sjálfbærni, endurvinnslu og skapandi litasamsetningar.
Hver flík er handgerð og endurunnin úr ónýttum vörum sem falla til í Hringekjunni. Hönnunin dregur innblástur úr bretta/bóhem tísku.
HRING EFTIR HIRN
seamSTRESS er slow fashion verkefnið hennar Isabelle Bailey, saumakonu.
Hún einblínir á að hanna og sauma fatnað úr notaðri vefnaðarvöru sem myndi annars lenda í gám; svo sem gömul föt eða efnisleifar af ýmsu tagi.
Hring eftir hring
Jón Sæmundur hefur tekið að sér að myndskreyta leðurjakka sem hafa safnast hjá okkur og er hver og einn jakki einstakur.