Leigutaki sér um uppsetningu á sínu sölurými. Uppsetning fer þannig fram að leigutaki mætir í verslunina klukkustund fyrir opnun daginn sem leigutímabil hefst eða klukkan 11.00 (kl 12:00 á sunnudögum). Nauðsynlegt er að búið sé að skrá allan fatnað með góðri lýsingu og verði inni á "Mínum síðum" á hringekjan.is. Hringekjan útvegar leigutaka herðatré, merkibyssu og miða, auk þjófavarna til afnota á meðan á leigutímabili stendur.
Leigutaki fær afnot af þjófavörnum en ber sjálfur ábyrgð á að óska eftir þeim og áfesta þær á sínar vörur.
Á bakvið KRHA stendir hönnuðinn Kristrún Rut Hassing Antonsdóttur en Kristrún leggur áherslu á sjálfbærni, endurvinnslu og skapandi litasamsetningar.
Hver flík er handgerð og endurunnin úr ónýttum vörum sem falla til í Hringekjunni. Hönnunin dregur innblástur úr bretta/bóhem tísku.
seamSTRESS er slow fashion verkefnið hennar Isabelle Bailey, saumakonu.
Hún einblínir á að hanna og sauma fatnað úr notaðri vefnaðarvöru sem myndi annars lenda í gám; svo sem gömul föt eða efnisleifar af ýmsu tagi.
Jón Sæmundur hefur tekið að sér að myndskreyta leðurjakka sem hafa safnast hjá okkur og er hver og einn jakki einstakur.