Hringekjan er leigufélag sem leigir út verslunarrými í skammtímaleigu til sölu á notuðum fatnaði og fylgihlutum til viðskiptavina sinna.
Hvert verslunarrými er 2m² að stærð og samanstendur af fataslá og hillu og afnot af sameign. Þar að auki fær leigutaki afnot af kassa sem er 55x31x33 cm að stærð (56L) fyrir þann fatnað sem ekki kemst fyrir á slánni. Kassinn er geymdur á lager og starfsmenn Hringekjunnar sjá til þess að fylla á slána þegar þess er þörf.
Miðað er við að hvert verslunarrými, auk geymslukassans, rúmi um 60 vörur í senn, þar af um 30 flíkur á slá. Leigutaka er velkomið að fylla á kassann á meðan á leigutímabil stendur.
Starfsmenn Hringekjunnar sjá um að aðstoða viðskiptavini og ganga frá sölum á vörum leigutaka.
Á bakvið KRHA stendir hönnuðinn Kristrún Rut Hassing Antonsdóttur en Kristrún leggur áherslu á sjálfbærni, endurvinnslu og skapandi litasamsetningar.
Hver flík er handgerð og endurunnin úr ónýttum vörum sem falla til í Hringekjunni. Hönnunin dregur innblástur úr bretta/bóhem tísku.
seamSTRESS er slow fashion verkefnið hennar Isabelle Bailey, saumakonu.
Hún einblínir á að hanna og sauma fatnað úr notaðri vefnaðarvöru sem myndi annars lenda í gám; svo sem gömul föt eða efnisleifar af ýmsu tagi.
Jón Sæmundur hefur tekið að sér að myndskreyta leðurjakka sem hafa safnast hjá okkur og er hver og einn jakki einstakur.