Þegar þú hefur skráð þig inn á "mínar síður" á hringekjan.is getur þú skráð þínar vörur og verðlagt þær. Það er gert með því að fara í “Product” og ýta á “add” eða með því að "smella hér".
Þar skráir þú inn greinagóða lýsingu á vörunni eins og “Hvít All Saints Peysa” eða “Svartir Dr. Marteins Skór”, Stærð, bókun og verðleggur.
Nauðsynlegt er að vera búinn að skrá inn allar vörur áður en mætt er í verslun.
HRING EFTIR HRING
Á bakvið KRHA stendir hönnuðinn Kristrún Rut Hassing Antonsdóttur en Kristrún leggur áherslu á sjálfbærni, endurvinnslu og skapandi litasamsetningar.
Hver flík er handgerð og endurunnin úr ónýttum vörum sem falla til í Hringekjunni. Hönnunin dregur innblástur úr bretta/bóhem tísku.
HRING EFTIR HIRN
seamSTRESS er slow fashion verkefnið hennar Isabelle Bailey, saumakonu.
Hún einblínir á að hanna og sauma fatnað úr notaðri vefnaðarvöru sem myndi annars lenda í gám; svo sem gömul föt eða efnisleifar af ýmsu tagi.
Hring eftir hring
Jón Sæmundur hefur tekið að sér að myndskreyta leðurjakka sem hafa safnast hjá okkur og er hver og einn jakki einstakur.