Ný vinnustofa og Hringrásarsmiðja Hringekjunnar ♻️

Ný vinnustofa og Hringrásarsmiðja Hringekjunnar ♻️

Fyrir nokkru tókum við við nýju rými í sama húsi að Þórunnartúni 2 – þar höfum við komið upp aðstöðu fyrir uppvinnsluverkefnið okkar, Hring eftir hring, þar sem við nýtum fatnað sem hefur safnast saman í hringrás Hringekjunnar og sköpum eitthvað nýtt.

Samhliða þessu bjóðum við nú líka upp á Hringrásarsmiðjur fyrir hópa og einstaklinga.

Við erum alltaf að leita leiða til að nýta það sem safnast hefur saman hjá okkur í hringrásinni og búa til eitthvað nýtt, öðruvísi og skemmtilegt. Þess vegna ákváðum við að nýta þetta rými ekki bara fyrir okkur – heldur fá þig með í sköpunina.

Í Hringrásarsmiðjunum færðu að prófa hvernig það er að endurnýta á skapandi hátt. Þetta eru léttar og skemmtilegar vinnustofur þar sem þú getur t.d. breytt gömlu bindi í sólgleraugnahulstur eða gert lykla-kippu úr bol. Þetta þarf ekki að vera flókið – bara skemmtilegt!

Smiðjurnar eru haldnar reglulega í   vinnustofunni okkar að Þórunnartúni 2 og skráning fer fram á vef Hringekjunnar. Við tökum líka vel á móti sérpöntunum fyrir vinahópa, vinnustaði eða fjölskyldur sem vilja gera eitthvað skapandi og öðruvísi saman.

Taktu þátt – endurnýtum, sköpum og gleðjumst í hringrásinni.

Sjáumst í Hringrásarsmiðjunni! ✨♻️


Til baka á bloggið
  • Staðsetning

    Þórunnartún 2

    105 Reykjavík

    | 
  • Vörur

    Þú finnur úrval vandaðs hringrásarfatnaðar og fylgihluta í Hringekjunni

    | 
  • Live sessions

    Frá opnun 2021 höfum við staðið fyrir reglulegum tónlistarviðburðum

    | 

SKÖPUM BETRI FRAMTÍÐ

ENDURNÝTUM

Hringrásarhagkerfið er lykillinn að sjálfbærri neyslu og Hringekjan er í fararbroddi þessarar hreyfingar þegar kemur að sjálfbærri tísku.

Veldu Hringekjuna til að stuðla að grænni framtíð og ábyrgara samfélagi.

BÓKA SÖLURÝMI

SJÁLFBÆR NÝSKÖPUN

HRING EFTIR HRING

Hringekjan sameinar endurvinnslu, sjálfbærni og list þar sem hönnuðir og listafólk fá frjálsar hendur til að skapa úr textíl sem fellur til í starfsemi Hringekjunnar.

LESA MEIRA

STOLT

VIÐURKENNING OG ÁHRIF Í SAMFÉLAGINU

Hringekjan var valinbesta second-hand versluní Reykjavík af The Reykjavík Grapevine árið 2022 og 2023. Auk þess var hún valin sem besti nýkomandinn í sama flokki árið 2021.

Þessar viðurkenningar undirstrika áhrif Hringekjunnar á samfélagið og sýna hvernig lítil framtök geta haft veruleg áhrif.

Button label