test_kvittun

Ferlið okkar

1 Þú bókarsölurými

Þú bókarsölurými í 7, 14, 21 eða 28 daga með því að smella hér. Eftir bókun færð þú sendan tölvupóst með upplýsingum um það hvernig þú skráir þig inn á "mínar síður", þar sem þú getur hafið skráningu á þínum vörum inn í sölukerfið okkar.

2 Skráning á vörum

Þegar þú hefur skráð þig inn á "mínar síður" á hringekjan.is getur þú skráð þínar vörur og verðlagt þær. Það er gert með því að fara í “Product” og ýta á “add” eða með því að "smella hér".

Þar skráir þú inn greinagóða lýsingu á vörunni eins og “Hvít All Saints Peysa” eða “Svartir Dr. Marteins Skór”, Stærð, Bása númer og verðleggur.

3 Skráning á bankaupplýsingum

Til þess að við getum greitt þér út þinn söluhagnað verður þú að skrá inn bankaupplýsingar.

Bankaupplýsingar má skrá með því að fara inn á notenda stillingar þínar á "mínar síður", smella á netfangið þitt og slá inn banka (bank), höfuðbók (ledger) og reikning (account) og við leggjum inn þinn söluhagnað að frádregni veltutengdri leigu (30%) inn á þinn reikning. Útborganir fara fram eftir klukkan 18:00 mánudaga og fimmtudaga eftir að vörur hafa verið sóttar.

Athugaðu að ekki er hægt að greiða út söluhagnað fyrr en bankaupplýsingar hafa verið skráðar inn.

4 Upphaf leigutímabils

Þú mætir í verslun okkar að Þórunnartúni 2 klukkan 11:00 þann dag sem tímabil þitt hefst.Við komuna afhendum við þér merkibyssu, merkispjöld, strikamerki og þjófavarnir til þess að koma fyrir á þínum vörum. Herðatré og lagerkassi fylgir einnig hverjusölurými.

Ef tíminn klukkan 11:00 hentar þér ekki biðjum við þig um að hafa samband við okkur og við finnum tíma sem hentar.

5 Myndatökur

Vörur birtast í "Vörur í Verslun". Við hvetjum alla seljendur til þess að taka myndir af sem flestum vörum til þess að auka sýnileika sinna vara. Einnig má deila þeim á sölusíðu okkar á Facebook “Hringekjan - Til Sölu

6 Þínar sölur

Inni á "mínar síður" á hringekjan.is ættir þú að sjá "Sales" en þar undir munt þú sjá yfirlit yfir sölur úr þínusölurými.

7 Verðbreytingar og afsláttur

Þér er frjálst að gera verðbreytingar á vöru hvenær sem er á meðan leigutímabili þínu stendur. Þú framkvæmir verðbreytingar með því að fara inn á "mínar síður" á hringekjan.is, ferð í "Products" og velur þá vöru sem þú ætlar að breyta verðinu á. Athugaðu að hvort sem nýr verðmiði er settur á vöru eða ekki mun nýja verðið skila sér til kaupanda.

Vegna þess að allar vörur eru merktar með strikamerki, lýsingu og verði þarf að prenta út nýjan miða og koma fyrir á vörunni svo rétt verð komi fram á merkingu. Þér er frjálst að koma hvenær sem er og fá nýjan miða til þess að koma fyrir á þinni vöru.

Kjósir þú að gefa afslátt af öllum vörum í þínusölurými á meðan leigutímabili stendur er best að hafa samband við okkur í gegnum gegnum facebook síðu okkar facebook.com/hringekjanverslun eða á netfangið verslun@hringekjan.is og við munum ganga frá því fyrir þig.

Ef þú ert með vöru sem þú vilt ekki setja á afslátt er þér frjálst að taka hana úr sölu áður en afsláttur er settur á.

8 Lok leigutímabils

Í lok leigutímabils tökum við vörunar úr þínusölurými niður og göngum frá í poka. Ef vörur eru ekki sóttar fyrir hádegi næsta dag leggst á 2.000 kr geymslugjald fyrir hvern dag eftir það. Ef eitthvað kemur uppá og þú kemst ekki að sækja vörurnar þínar biðjum við þig um að hafa samband og við munum reyna að finna lausn á því.