Skilmálar

1 Þjónusta Hringekjunnar

Hringekjan er leigufélag sem leigir út verslunarrými í skammtímaleigu til sölu á notuðum fatnaði og fylgihlutum til viðskiptavina sinna.

Hvert verslunarrými er 2m² að stærð og samanstendur af fataslá og hillu og afnot af sameign. Þar að auki fær leigutaki afnot af kassa sem er 55x31x33 cm að stærð (56L) fyrir þann fatnað sem ekki kemst fyrir á slánni. Kassinn er geymdur á lager og starfsmenn Hringekjunnar sjá til þess að fylla á slána þegar þess er þörf.

Miðað er við að hvert verslunarrými, auk geymslu kassans, rúmi um 60 vörur í senn, þar af um 30 flíkur á slá. Leigutaka er velkomið að fylla á kassann á meðan á leigutímabil stendur.

Starfsmenn Hringekjunnar sjá um að aðstoða viðskiptavini og ganga frá sölum á vörum leigutaka.

2 Leigutími og verð

Hvert verslunarrými leigist út í viku í senn. Mögulegt er að leigja verslunarrými í allt að fjórar samfelldar vikur. Ekki er boðið upp á framlengingar en ef leigutaki vill lengja leigutímabil sitt þarf að Bóka sölurýmið aftur á hringekjan.is

Leiguverð verslunarrýmis samanstendur annars vegar af eingreiðslugjaldi sem greitt er fyrir upphaf leigutímabils og hins vegar hlutdeild í innkomu leigutaka vegna sölu vara hans á leigutímabilinu. Hið síðarnefnda er haldið eftir við útborgun til leigutaka og telst þar með uppgert.

Eingreiðslugjaldið og hlutfall hlutdeildar í innkomu leigutaka fer eftir verðskrá eins og hún er kynnt á heimasíðu Hringekjunnar hverju sinni. Hringekjan áskilur sér rétt til að breyta verðskrá sinni án fyrirvara. Þó tækju slíkar breytingar ekki til verslunarrýma sem þegar eru í útleigu.

3 Bókanir

Bókanir fara eingöngu fram á hringekjan.is

Ef einhver vandamál koma upp við bókun í gegnum heimasíðu er best að nota spjall blöðru neðst til hægri á hringekjan.is annars má senda tölvupóst á verslun@hringekjan.is eða hafa samband í síma 841-1111

4 Afbókanir

Til þess að eiga rétt á endurgreiðslu þarf afbókun að berast með a.m.k. 14 daga fyrirvara og miðast það við fyrsta dag leigutímabils.

5 Uppsetning verslunarrýms

Leigutaki sér um uppsetningu á sínusölurými. Uppsetning fer þannig fram að leigutaki mætir í verslunina klukkustund fyrir opnun daginn sem leigutímabil hefst eða klukkan 11.00. Nauðsynlegt er að búið sé að skrá allan fatnað með góðri lýsingu og verði inni á "Mínum síðum" á hringekjan.is. Hringekjan útvegar leigutaka herðatré, merkibyssu og miða, auk þjófavarna til afnota á meðan á leigutímabili stendur.

Leigutaki fær afnot af þjófavörnum en ber sjálfur ábyrgð á að óska eftir þeim og áfesta þær á sínar vörur.

6 Þjónusta utan höfuðborgarsvæðis

Einungis er boðið uppá þess þjónustu fyrir viðskiptavini búsetta póstnúmerum 300 og hærra.

Á einungis við leigur í 21 daga eða lengur og hágmarks fjöldi vara eru 70.

Starfsmenn sjá um að hengja upp, verð- og þjófamerkja.

Nauðsynlegt er að virkja tilboð með tölvupósti á verslun@hringekjan.is 5 virkum dögum fyrir upphaf leigu.

Hringekjan áskilur sér 2ja virkra daga frest til að undirbúa vörur til uppsetningar, þurfa því vörur að vera komnar til hringekjunnar 2 dögum fyrir upphaf leigu nema að sérstaklega sé samið um annað við starfsmenn Hringekjunnar.

Tekið er á móti vörum í verslun okkar að Þórunnartúni 2, 105, Reykjavík milli 11 og 18 alla virka daga hvort sem þær eru sendar með vini eða í gegnum póstþjónustu.

Skrá skal inn mynd og greinagóða lýsingu með vöru. Séu ekki augljós tengsl milli vöruskráningar og vöru fer vara ekki í sölu.

6 Verðbreytingar

Óski leigutaki að breyta verði á vöru eða vörum á meðan á leigutímabili stendur hefur hann kost á að koma í verslunina á opnunartíma hennar til þess að prenta út nýja verðmiða og koma þeim fyrir á tilteknum vörum.

7 Lok leigutímabils

Að leigutímabili loknu hefur leigutaki til klukkan 12.00 að hádegi næsta dag til að sækja vörur sínar. Séu þær ekki sóttar innan þess dags tekur við geimslugjald næsta dag að upphæð 2.000 krónur á dag, í allt að 7 daga. Geymslugjaldið greiðist eftir að vörur hafa verið sóttar. Eftir 7 daga geymslutímabili loknu teljast vörurnar vera eign Hringekjunnar og verður séð til þess að þær verði endurnýttar eftir fremsta megni.

8 Útborgun leigutaka

Þegar leigutaki hefur sótt vörur sem eftir eru í lok sölutímabils, fer viðkomandi á útborgunarlista - og fær greitt út á næsta tiltekna útborgunardegi. Upphæðin er ágóði af vörum sem seldar eru, að frádregnri veltutengdri leigu Hringekjunnar.

Einungis er boðið uppá útborgun í formi millifærslu á bankareikning leigutaka. MIllifærslur eru framkvæmdar í lok dags, alla mánudaga og fimmtudaga. Það er á ábyrgð leigutaka að skrá inn bankaupplýsingar inná aðgang sinn á vefsíðu Hringekjunnar fyrir lok leigutímabils.

9 Þjófnaður

Verslunin er vöktuð með öryggismyndavélum og starfsmenn Hringekjunnar eru almennt vakandi fyrir búðarþjófnaði.

Hringekjan ber ekki ábyrgð á stolnum, týndum né eyðilögðum vörum. Í tilfelli af eldsvoða og vatnsskaða er Hringekjan ekki bótaskyld. Innbústrygging leigutaka kann hins vegar að taka til slíks tjóns en það er alfarið í þeirra höndum að kynna sér það.

0 Vöruskilmálar

Hringekjan áskilur sér rétt að hafna uppsetningu á vörum sem starfsfólk telur ekki mæta gæðakröfum þjónustunnar. Gæðakröfur eiga við ástand vöru, hvort varan sé hrein, hvort tiltekin vara sé heilleg, götótt eða ónýt, eða gölluð að einhverju leyti.

Ekki er heimilt að selja leyfisskyldar, ólöglegar, falsaðar, eða skaðlegar vörur í Hringekjunni. Tóbak, vörur sem innihalda nikótín, áfengi, matvara, vopn, flugeldar, klámfengið efni eða aðrar vörur sem starfsmenn Hringekjunnar telja ekki við hæfi verða umsvifalaust fjarlægðar.

Leiguþjónusta Hringekjunnar er gerð í þeim tilgangi að styðja við lausn fyrir einstaklinga að koma notuðum fatnaði í farveg. Innan þjónustunnar er ekki heimilt að selja vörur keyptar í þeim tilgangi að endurselja þær. Einnig er viðskiptavinum með öllu óheimilt að selja vörur úr annars konar verslunarrekstri undir eigin nafni, en slík viðskipti heyra undir aðrar reglur en notaður fatnaður frá einstaklingum. Verði viðskiptavinur uppvís að slíku verður samningi hans rift og sölurými tæmt án endurgreiðslu á leiguverði.

Staðsetning

Við erum stödd skot spönn frá Hlemmi, nánartiltekið á horni Þórunnartúns og Borgartúns við Höfðatorg.

Auðvelt aðgengi með almenningssamgöngum og næg bílastæði.