Hring eftir hring er nýsköpunarverkefni Hringekjunnar sem leggur áherslu á endurvinnslu, sjálfbærni og list. Þetta er lifandi hringrásarhugsun í verki – þar sem uppsafnaður textíll úr hringrás Hringekjunnar fær nýtt líf með skapandi nálgun og sjálfbærri vöruþróun.
Uppskera
Endurhannaðir jakkafatajakkar sem hafa verið uppfærðir með fáguðum og stílhreinum breytingum. Með þessari vörulínu viljum við lengja líftíma gæðaefna í tísku og sýna hvernig hægt er að hanna sjálfbærar flíkur með virðingu fyrir upprunalegri hönnun.
Uppskera
Skyrturnar eru saumaðar úr vönduðum herraskyrtum sem fá nýtt líf með fáguðum og stílhreinum breytingum. Hver flík er einstök, hönnuð með sjálfbærni að leiðarljósi og með virðingu fyrir uppruna og efni. Skyrturnar passa líka sérlega vel með endurunnu jökkunum okkar.