Hringekjan og Soulcore sameinast í tilefni þingkosninga í Póllandi og tónlistar!

Hringekjan og Soulcore sameinast í tilefni þingkosninga í Póllandi og tónlistar!

Reykjavík, Ísland, 15. október 2023 - Hringekjan, tengipunktur umhverfisvænnar hringrásarverslunar og tónlistar, býr til einstakan viðburð sem sameinar anda lýðræðis og alheimstungumálið tónlist, á degi þingkosninga í Póllandi. Soulcore kynnir: Kosningar partý! Í tilefni þingkosningar í Póllandi viljum við fagna rétti okkar til að kjósa. Við, hjá Soulcore, þökkum þeim sem láta rödd sína heyra og mæta til að kjósa. Tveir vinir - DJ Magic og RAD! - munu bjóða upp á nýja tónlist, dreifa góðri orku og deila tónlistarást sinni. Í samstarfi við Hringekjuna munum við hittast beint undir Pólska sendiráðinu til að heiðra borgaraleg réttindi pólska samfélagsins á Íslandi," segir Maciej Szwagrzyk (DJ Magic).

Með stolti kynnum við frá Hringekjunni: DJ MAGIC & RAD - Hringekjan Live Sessions #61

DJ Magic: Maciej Szwagrzyk, þekktur sem DJ MAGIC, er ástríðufullur DJ og tónlistarmaður frá Póllandi. Hann er upphafsmaður soulcore hreyfingarinnar og hefur alið manninn bæði á dansgólfi og í útvarpi. Áhrif frá Moodymann og aðrar upplifanir hafa mótað stefnu hans í tónlist. Hann hefur gefið út "The Aquarius mixtape" og er þekktur fyrir að blanda saman töktum og stefnum í settum sínum, allt frá tech-house til drum'n'bass.

DJ RAD!: Rad! er DJ með ástríðu fyrir tónlist sem byrjaði í æsku. Uppruninn frá Póllandi en nú með búsetu í Reykjavík. Rad! fer um víðan völl í hljóðheimum. Hann er ekki bundinn við eina tónlistarstefnu, heldur fagnar dýptinni í bassadrifinni tónlist. Sett hans eru dásamlegt ferðalag í gegnum fjölbreitta takta og stef, og skapa ógleymilega stemningu, hvort sem er á klúbba eða tónlistarhátíðum. Rad! býður áheyrendum að glata sér í tónlistinni.

Fagnið lýðræði og tónlistinni með okkur í Hringekjunni.

Kosninga Upphitun í Bíó Paradís: Bíó Paradís þann 14. október 2023, þar sem allir eru boðnir að taka þátt í fagnaði lýðræðis í tengslum við þingkosningar í Póllandi og eftir sýningu á myndinni "Green Border" eftir Agnieszka Holland. Þetta merkilega tímabil kallar á alla Póllendinga, bæði heima og erlendis. Markmiðið  er að hvetja til þátttöku í þessari lýðveldisferð og kveikja í umræðu um mannaréttindi og sameiginlega framtíð okkar.

Fram yfir allt viljum við skapa öruggan stað þar sem samkennd og gleði ræður ríkjum, óháð pólitískum skoðunum segir Maciej Szwagrzyk (DJ Magic). Komum saman í takti tónlistarinnar! Kvöldið í Bíó Paradís mun byrja á umræðu og íhugun, og síðan tekur við tónlistarhátíð eftir kl. 23:00. Þessi viðburður, sem er ókeypis og skipulagður af Soulcore í þágu almennings, er hvorki stuðningur né gagngrýni á neina pólitísku flokka, heldur fagnandi yfirlýsing um demókratískt val okkar.  Komdu og fagnaðu með okkur í þessu táknræna bíóhúsi, sem er dásamlegt dæmi um menningarlegt andrúmsloft Reykjavíkur.

Kosninga Upphitun í Bíó Paradís: https://fb.me/e/vhjxUZAat

Til baka á bloggið

Hringekjan Live Sessions

Frá opnunarhelginni okkar í Janúar 2021 höfum við staði fyrir reglulegum tónlistarviðburðum í verslunarrými Hringekjunnar að Þórunnartúni 2 undir nafninu Hringekjan Live Sessions, en þar höfum við fengið til liðs við okkur fjölbreytilega og glæsilega listamenn, innlenda sem og erlenda.

 • young G&T

 • Thorkell Máni & KES

 • A:WIDE

 • ELÍSABET

 • KRBEAR

 • DJ Karítas

 • DJ Kári

 • Bensöl

 • SÍMOIN FKNHNDSM

 • DJ Katla

 • DJ Sóley

 • yamaho