Hringekjan og Positive Vibrations Reykjavík bjóða þig velkomið á sérstakan viðburð laugardaginn 18 nóvember frá klukkan 12:00 - 17:00
Á þessum Diskó degi munum við fagna fjölbreytileika og hæfileikum reynsluboltanna Sbeen Around, Grétari G og Tomma White. Þau munu taka okkur með sér í vegferð gegnum heima Disco, Funk og House tónlistarinnar, skapandi stemningu sem er sérkenni Hringekjunnar.
Alþjóðleg Tónlistarhátíð sem Sameinar menningarheima 🌍
Positive Vibrations Reykjavík Festival, sem fram fer 1. - 3. desember á Hotel Marina, verður samruni listrænnar fjölbreytni og mun sameina tónlistarfólk frá ýmsum löndum og skapa bræðslupott menningar sem endurspeglar fjölbreytileika og samfélagsanda Hringekjunnar.
Meðan þú dillar þér við gæða tóna, munum við bjóða upp á léttar veigar frá Ægir Brugghúsi og bjóðum við gesti velkomna að koma saman í hjarta borgarinnar.
Hringekjan er þó ekki aðeins vettvangur fyrir lifandi tónlist, heldur einnig menningarhús þar sem tónlist og hönnun mætast. Viðburðurinn er ekki einungis tækifæri til að njóta frábærrar tónlistar, heldur einnig til að vera hluti af samfélagi sem leggur áherslu á sjálfbæra tísku og hringrásarhagkerfið.
Þetta er kjarninn í Hringekjunni - að sameina fólk í gegnum tónlist, menningu og styðja við sjálfbæran lífsstíl.
HJÁ OKKUR FER DISKÓIÐ
HRNG EFTIR HRING 🕺🏻
Miðasala er nú þegar hafin á festivalið og við mælum með því að þú tryggir þér miða sem fyrst.
🎟️ Tryggðu þér miða núna á PVBR Winter 2023 🎟️