Ákvörðun með áhrifum
Árið 2022 tók Hringekjan mikilvægt skref í átt að sjálfbærri neyslu með því að fjarlægja allar SHEIN vörur úr sölu. Þetta var gert í ljósi upplýsinga um heilsuspillandi efni í fatnaði merkisins, sem stríðir gegn stefnu Hringekjunnar um sjálfbærni og ábyrga neyslu.
Í kjölfarið tóku fjölmiðlar við sér og fjölluðu ítarlega um málið “Hætta að selja föt frá kínverska tískurisanum Shein vegna eiturefna”. Aðrar hringrásarverslanir líkt og Rauðikrossinn fylgdu svo fordæmi Hringekjunnar, sjá “Rauði krossinn útilokar föt frá SHEIN úr verslunum”
Vitundarvakning í neytendahegðun
Þessi ákvörðun er hluti af stærri vitundarvakningu hjá Hringekjunni, þar sem markmiðið er að hvetja neytendur til að íhuga uppruna og áhrif kaupa sinna á bæði umhverfi og samfélag.
Áframhaldandi fræðsla og breytt hegðun
Hringekjan er staðráðin í að halda áfram að fræða og hvetja til breyttrar hegðunar í neysluvenjum, í þeirri von að stuðla að sjálfbærari framtíð. Frekari upplýsingar um þetta mál og ákvörðunartökuna má finna í greininni "SHEIN á ekki heima í hringrásarhagkerfinu" hér á vefsíðu Hringekjunnar.
Valið er þitt!
Það ert þú sem ákveður hvað endar í innkaupakörfunni þinni og hver áhrifin verða á endanum.
Hringekjan býður þér að taka meðvitað ákvörðun sem hefur jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið.
Taktu ákvörðun með áhrifum. Taktu ákvörðun með hjartanu. Ákveddu að gera breytingar í dag, þitt val skiptir máli!.