Hringekjan, staðsett á Þórunnartúni 2, er ekki bara hringrásarverslun fyrir gæða notaðar flíkur og fylgihluti. við erum einnig menningarlegur vettvangur sem reglulega heldur tónlistarviðburði, þekktir sem "Hringekjan Live Sessions". Í Hringekjunni blómstrar hringrásartíska og sjálfbærni, þar sem við vinnum með listamönnum í verkefninu "Hring eftir hring" til að skapa listræn verk úr endurnýttum fötum og fylgihlutum. Hringekjan er ekki einungis verslun – heldur einstök upplifun í miðju Reykjavíkur, sem sameinar stíl, sjálfbærni og menningu.
Kíktu við og taktu þátt í hringrásinni með okkur.
Hringrásarhagkerfið er lykillinn að sjálfbærri neyslu og Hringekjan er í fararbroddi þessarar hreyfingar þegar kemur að sjálfbærri tísku.
Veldu Hringekjuna til að stuðla að grænni framtíð og ábyrgara samfélagi.
Hringekjan sameinar endurvinnslu, sjálfbærni og list þar sem hönnuðir og listafólk fá frjálsar hendur til að skapa úr textíl sem fellur til í starfsemi Hringekjunnar.
Hringekjan hefur haldið reglulega tónlistarviðburði síðan 2021. Þar hafa fjölmargt innlent og alþjóðlegt listafólk hefur komið fram í verslunarrými okkar.
Við erum stollt af þeim menningarlega miðdepli sem Hringekjan er orðin í hjarta Reykjavíkur.
Hringekjan var valin besta second-hand verslun í Reykjavík af The Reykjavík Grapevine árið 2022 og 2023. Auk þess var hún valin sem besti nýkomandinn í sama flokki árið 2021. Þessar viðurkenningar undirstrika áhrif Hringekjunnar á samfélagið og sýna hvernig lítil framtök geta haft veruleg áhrif.