Ertu liðtækur saumari og til í að taka sprettinn?
Það er góður kostur að geta saumað, breytt og bætt og hreinlega endurskapað gamlar flíkur og þannig lengt líf þeirra. Það er ekki bara umhverfisvænt heldur töff að klæðast einstökum fötum sem enginn annar á.
Pfaff og Hringekjan efna til Saumaspretts þar sem fólk getur látið hæfileikana njóta sín. Veglegir vinningar eru í boði. Ef þú hefur ríkt hugmyndaflug og metnað til að gefa gömlum flíkum nýjan tilgang þá er tækifæri hér.
Glæsileg verðlaun í boði:
1.verðlaun | Husqvarna Tribute 150C saumavél frá Pfaff að andvirði 139.900 kr. og 4ra vikna leiga á sölurými hjá Hringekjunni |
2. verðlaun | Brother A50 frá Pfaff og 3ja vikna leiga á sölurými hjá Hringekjunni |
3. verðlaun | Brother A16 frá Pfaff og 2ja vikna leiga á sölurými hjá Hringekjunni |
Leikreglur:
- Þú ferð í Hringekjuna og velur þér flíkur til að breyta og tekur kvittun fyrir kaupunum.
- Þú ferð í Pfaff og þar færð þú frítt eitt tvinnakefli, sprettuhníf og eitt bréf af saumavélanálum við hæfi í verkið.
- Þú sest niður og saumar / breytir flíkunum
- Þegar flíkin er fullgerð skráir þú þig til leiks með því að senda póst á saumasprettur@pfaff.is með nafni og símanúmeri ásamt mynd af þér og flíkunum og fyrir og eftir saumasprettinn og kvittun frá Hringekjunni.
- Leikurinn stendur yfir frá 10. október til 24. október.
- Með þátttöku heimilar þú myndbirtingu og kynningu á vefsíðu Pfaff og Hringekjunnar