Loppumarkaðir Allir Græða

Loppumarkaðir Allir Græða

Björk Eiðsdóttir tók viðtal við okkur fyrir hönd Fréttablaðsins

Hringekjan

Hjónin Davíð Örn Jóhannsson og Jana Maren Óskarsdóttir fundu það síðasta sumar að vöntun væri á verslun af þessu tagi í miðborginni og opnuðu dyr Hringekjunnar í Þórunnartúni í janúar síðastliðnum.

„Við hönnuðum umhverfi verslunarinnar með það að leiðarljósi að flæðið í versluninni og fatnaður myndi njóta sín sem best. Einnig var okkur hugleikið að auka við þjónustu við viðskiptavini og spara þeim sporin og því bjóðum við upp á lager rými þar sem við geymum vörur fyrir viðskiptavini okkar og fyllum á þeirra bás eftir þörfum,“ segir Davíð.

Hvernig er framkvæmd markaðarins?

Einstaklingar geta bókað hjá okkur pláss í 7 til 28 daga og selt hjá okkur sinn fatnað og fylgihluti. Við útvegum merkispjöld með áföstum verðmiðum ásamt þjófavörnum sem viðskiptavinir sjá um að koma fyrir á sínum vörum en þeir geta komið með allt að 60 flíkur í einu.

Hvernig vörur eru til sölu?

Fatnaður og fylgihlutir fyrir fullorðna. Vöruúrvalið er hins vegar mjög fjölbreytt, allt frá buxum, kjólum, kápum og skóm yfir í íþróttafatnað og merkjavöru fyrir alla aldurshópa og öll kyn, hvort sem það eru nýlegar vörur eða „vintage.“

„Fyrstu þrjá mánuðina erum við búin að kom 5090 hlutum í nýjar hendur“

„Það varð algjör sprenging hjá okkur í febrúar þar sem fjöldi seldra hluta jókst um 50 prósent milli mánaða þrátt fyrir að janúar hefði farið fram úr okkar björtustu vonum. Fyrstu þrjá mánuðina erum við búin að kom 5090 hlutum í nýjar hendur,“ segir Davíð.

Greinina má lesa í heild sinni hér: https://www.frettabladid.is/frettir/loppumarkadir-allir-graeda/

Back to blog
  • Staðsetning

    Þórunnartún 2

    105 Reykjavík

    | 
  • Vörur

    Þú finnur úrval vandaðs hringrásarfatnaðar og fylgihluta í Hringekjunni

    | 
  • Live sessions

    Frá opnun 2021 höfum við staðið fyrir reglulegum tónlistarviðburðum

    | 

SKÖPUM BETRI FRAMTÍÐ

ENDURNÝTUM

Hringrásarhagkerfið er lykillinn að sjálfbærri neyslu og Hringekjan er í fararbroddi þessarar hreyfingar þegar kemur að sjálfbærri tísku.

Veldu Hringekjuna til að stuðla að grænni framtíð og ábyrgara samfélagi.

BÓKA SÖLURÝMI

SJÁLFBÆR NÝSKÖPUN

HRING EFTIR HRING

Hringekjan sameinar endurvinnslu, sjálfbærni og list þar sem hönnuðir og listafólk fá frjálsar hendur til að skapa úr textíl sem fellur til í starfsemi Hringekjunnar.

LESA MEIRA

STOLT

VIÐURKENNING OG ÁHRIF Í SAMFÉLAGINU

Hringekjan var valinbesta second-hand versluní Reykjavík af The Reykjavík Grapevine árið 2022 og 2023. Auk þess var hún valin sem besti nýkomandinn í sama flokki árið 2021.

Þessar viðurkenningar undirstrika áhrif Hringekjunnar á samfélagið og sýna hvernig lítil framtök geta haft veruleg áhrif.

Button label