Jón Sæmundur hefur tekið að sér að myndskreyta leðurjakka sem hafa safnast hjá okkur og er hver og einn jakki einstakur.
seamSTRESS er slow fashion verkefnið hennar Isabelle Bailey, saumakonu. Hún einblínir á að hanna og sauma fatnað úr notaðri vefnaðarvöru sem myndi annars lenda í gám.
Sindri Snær Rögnvaldsson er ungur fatahönnuður sem brennur fyrir sjálfbærni. Hann umbreytir gömlum flíkum í einstakar flíkur með mikinn persónuleika. Verk hans, innblásin af 70s/80s pönk senunni, endurspegla trú hans á endurnýtingu og listræna nálgun á úrgang.