Jól með tilgangi og sögu 🎄

Jólin eru tími hlýju, gleði og gjafmildi – en þau eru líka kjörið tækifæri til að hugsa aðeins um framtíðina. Í dag snýst neysla ekki bara um það að kaupa meira, heldur um að velja betur. Nytja- og hringrásarverslanir hafa skapað vettvang þar sem hver gjöf býr yfir sögu og hefur jákvæð áhrif á bæði ástvini þína og umhverfið.

Hvort sem þú ert að leita að hugmyndum að sjálfbærum jólagjöfum, einstökum fjársjóðum fyrir heimilið eða þínum næsta secondhand-fatnaði, þá eru þessar verslanir fullkominn staður til að byrja.

 

Af hverju skipta þessar verslanir máli fyrir jól?

Jólahátíðin er oft tími óhóflegrar neyslu, en með því að velja meðvitað geturðu dregið úr umhverfisáhrifum þínum. Ef hver einstaklingur myndi kaupa eina notaða eða endurnýtta jólagjöf í staðinn fyrir nýja, yrðu áhrifin gríðarleg. 

 

Taktu þátt í grænni jólum

Það er ekki nauðsynlegt að endurskipuleggja alla neysluhætti – lítil breyting getur haft mikil áhrif. Með því að velja eina meðvitaða jólagjöf í ár hjálpar þú til við að gera jólin aðeins sjálfbærari. Á sama tíma styður þú fyrirtæki sem vinna að því að byggja upp framtíð þar sem minna er sóað og meira metið.

Kíktu á listann yfir nytja- og hringrásarverslanir á landinu hér neðar á síðunni 🤝

 

Styðjum saman við hringrásarhagkerfið, fögnum jólunum og gleðjum ástvini með gjöfum sem hafa sögu 💚

Back to blog

Það má gefa notað í jólagjöf

Hvort sem það eru flíkur með sögu, einstakir gullmolar eða endurnýtt og endurskapað. Þá eru þetta jólagjafir sem gleðja bæði ástvini og jörðina.

LESA MEIRA

Hvar á landinu finn ég

Hringrásarverslanir?

Reykjavík

  • Hringekjan – Hringrásarverslun með leigu á sölurýmum
    Staðsetning: Þórunnartún 2, 105 Reykjavík.
  • Hertex – Nytjaverslun rekin af Hjálpræðishernum sem selur notaðan fatnað og aðra muni.
    Staðsetning: Vínlandsleið 6-8, 113 Reykjavík.
  • Rauði krossinn – Nokkrar verslanir með fjölbreytt úrval af notuðum fatnaði og munum.
    Staðsetningar: Laugavegur 12, Kringlan, Laugavegur 116 og Þönglabakki 1.
  • Basarinn – Nytjamarkaður Sambands íslenskra kristniboðsfélaga.
    Staðsetning: Austurver, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík.
  • Verzlanahöllin – Sölurými fyrir fatnað, fylgihluti og heimilisvörur.
    Staðsetning: Laugavegur 26, 101 Reykjavík.
  • ABC Nytjamarkaður – Selur fatnað, bækur og fleiri hluti.
    Staðsetningar: Laugavegur 118, 105 Reykjavík; Nýbýlavegur 6, 200 Kópavogur.
  • Barnaloppan – Sérhæfir sig í barnafatnaði og fylgihlutum.
    Staðsetning: Skeifan 11a, 108 Reykjavík.
  • Spúútnik – Vintage-verslun með fatnað og fylgihluti.
    Staðsetning: Laugavegur 28b, 101 Reykjavík og Kringlunni
  • Kolaportið – Flóamarkaður með notaðar vörur og gjafir.
    Staðsetning: Tryggvagata, 101 Reykjavík.
  • Gyllti kötturin Second hand og vintage 
  • Staðsetning: Austurstræti 8-10 , 101 Reykjavík
  • Wasteland – Second-hand og vintage.
    Staðsetning: Ingólfsstræti 5, 101 Reykjavík.
  • Spjara – Fataleiga.
    Staðsetning: Hallgerðargata 19-23, 105 Reykjavík.
  • Ríteil – Hringrásarverslun með fatnað.
    Staðsetning: Smáratorgi 3, 201 Kópavogur.
  • Antikhúsið – Antík vörur fyrir heimilið.
    Staðsetning: Þverholt 5, 105 Reykjavík.
  • Portið – Antík vörur fyrir heimilið.
    Staðsetning: Auðbrekku 21, 200 Kópavogur.
  • Gullið mitt - Hringrásarverslun með leigu á sölurýmum
  • Staðsetning: Smiðjuvegur 4a, kópavogur
  • Mamma mía vintage - Vintage og second hand 
  • Staðsetning : Bergstaðastræti 2 , 101 Reykajvík 
  • Elley - Second hand góðgerðarsala - Kvennaathvarfið
  • Staðsetning : Austurströnd 10 ,Seltjarnarnes
  • Efnisveitan – Notuð skrifstofu og iðnaðarvara.
  • Staðsetning: Skeifan 7, 104 Reykjavík.

    Austurland

    Egilsstaðir

    • Rauði krossinn á Egilsstöðum – Nytjamarkaður með notaðan fatnað og muni.
      Staðsetning: Dynskógar 4, 700 Egilsstaðir.

    Norðurland

    Akureyri

    • Hertex – Nytjaverslun með fatnað og aðra muni.
      Staðsetning: Hrísalundur 1b, 600 Akureyri.
    • Rauði krossinn við Eyjafjörð – Nytjamarkaður með fjölbreytt úrval.
      Staðsetning: Þórunnarstræti 98, 600 Akureyri.
    • Afturnýtt – Verslun með sölubása fyrir notaðan fatnað og fylgihluti.
      Staðsetning: Sunnuhlíð, 600 Akureyri.

    Húsavík

    • Rauði krossinn á Húsavík – Verslun með fjölbreytt úrval af notuðum vörum.
      Staðsetning: Garðarsbraut 44, 640 Húsavík.

    Dalvík

    • Litla Loppan – Nytjamarkaður með notaðan fatnað og aðra muni.
      Staðsetning: Hólavegur 15, 620 Dalvík.

    Siglufjörður

    • Flóamarkaðurinn í Sigluvík – Verslun með notaðan fatnað og fylgihluti.
      Staðsetning: Siglufjörður.

    Suðurland

    Selfoss

    • Rauði krossinn á Suðurlandi – Nytjamarkaður með fjölbreytt úrval af notuðum vörum.
      Staðsetning: Eyravegur 23, 800 Selfoss.
    •  Nytjamarkaðurinn á selfoss Gagnheiði 32, 800 Selfoss 

    Hveragerði 

    • Verahvergi Austurmörk 1-3, 810 Hveragerði 

    Vestmannaeyjar

    • Rauði krossinn í Vestmannaeyjum – Nytjamarkaður með áherslu á samfélagslega ábyrgð.
      Staðsetning: Strandvegur 50, 900 Vestmannaeyjar.

    Suðvesturland

    Reykjanesbær

    • Hertex – Nytjaverslun með áherslu á sjálfbæra neyslu.
      Staðsetning: Hafnargata 50, 230 Reykjanesbær.

    Selfoss

    • Rauði krossinn á Suðurlandi – Nytjamarkaður með fjölbreytt úrval af notuðum vörum.
      Staðsetning: Eyravegur 23, 800 Selfoss.

    Akranes

    • Rauði krossinn á Vesturlandi – Nytjamarkaður með góðan fatnað og aðra muni.
      Staðsetning: Kirkjubraut 50, 300 Akranes.

    Vantar á listann?

    Ertu með ábendingu um eitthvað sem vantar á listann?

    Sendu okkur endilega línu í gegnum spjallblöðruna hér á síðunni hjá okkur.

    1 of 3