Jólagjafir þurfa ekki alltaf að vera nýjar til að gleðja.

Hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir að jólagjöfum sem hægt er að finna í Hringrásar og nytjaverslunum landsins 🎄🎁

Fatnaður og fylgihlutir 👗

Notaður fatnaður, eins og kápur, kjólar og fylgihlutir er hægt að finna í  hringrásarverslunum hvort sem það sé einstök vintage flík eða vönduð merkjavara

Gamlar Myndavélar 📸

Filmuvélar og Polaroid-myndavélar fyrir ljósmyndaáhugafólk, safnara eða bara smá nostalgía í jólapakkann.

Vínilplötur  🎶

Hægt er að finna allskonar úrval af plötum fyrir alla tónlistarsmekki. Hvað er betra en að opna jólapakka með uppáhalds tónlistinni á plötu?

Bækur  📚

Hvort sem það eru sígildar skáldsögur, matreiðslubækur eða ævisögur, þá eru bækur sígild gjöf. Hver elskar ekki að lesa bók um jólin?

Spil og Púsl  🧩

Notuð spil og púsl eru frábærar fjölskyldugjafir. Þau stuðla að samveru og gleði yfir hátíðarnar og eru oft að finna í góðu ástandi á nytjamörkuðum.

Gjafabréf sem gefur áfram 💌

Ef þú ert í vafa um hvað gleður, þá gæti gjafabréf verið frábær lausn. 

Tökum umhverfisvænar ákvarðanir í gjafavali um jólin.

Hringrásarjól eru framtíðin og við sköpum þau saman 💚 🌏 

      Back to blog

      Það má gefa notað í jólagjöf

      Hvort sem það eru flíkur með sögu, einstakir gullmolar eða endurnýtt og endurskapað. Þá eru þetta jólagjafir sem gleðja bæði ástvini og jörðina.

      LESA MEIRA

      Hvar á landinu finn ég

      Hringrásarverslanir?

      Reykjavík

      • Hringekjan – Hringrásarverslun með leigu á sölurýmum
        Staðsetning: Þórunnartún 2, 105 Reykjavík.
      • Hertex – Nytjaverslun rekin af Hjálpræðishernum sem selur notaðan fatnað og aðra muni.
        Staðsetning: Vínlandsleið 6-8, 113 Reykjavík.
      • Rauði krossinn – Nokkrar verslanir með fjölbreytt úrval af notuðum fatnaði og munum.
        Staðsetningar: Laugavegur 12, Kringlan, Laugavegur 116 og Þönglabakki 1.
      • Basarinn – Nytjamarkaður Sambands íslenskra kristniboðsfélaga.
        Staðsetning: Austurver, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík.
      • Verzlanahöllin – Sölurými fyrir fatnað, fylgihluti og heimilisvörur.
        Staðsetning: Laugavegur 26, 101 Reykjavík.
      • ABC Nytjamarkaður – Selur fatnað, bækur og fleiri hluti.
        Staðsetningar: Laugavegur 118, 105 Reykjavík; Nýbýlavegur 6, 200 Kópavogur.
      • Barnaloppan – Sérhæfir sig í barnafatnaði og fylgihlutum.
        Staðsetning: Skeifan 11a, 108 Reykjavík.
      • Spúútnik – Vintage-verslun með fatnað og fylgihluti.
        Staðsetning: Laugavegur 28b, 101 Reykjavík og Kringlunni
      • Kolaportið – Flóamarkaður með notaðar vörur og gjafir.
        Staðsetning: Tryggvagata, 101 Reykjavík.
      • Gyllti kötturin Second hand og vintage 
      • Staðsetning: Austurstræti 8-10 , 101 Reykjavík
      • Wasteland – Second-hand og vintage.
        Staðsetning: Ingólfsstræti 5, 101 Reykjavík.
      • Spjara – Fataleiga.
        Staðsetning: Hallgerðargata 19-23, 105 Reykjavík.
      • Ríteil – Hringrásarverslun með fatnað.
        Staðsetning: Smáratorgi 3, 201 Kópavogur.
      • Antikhúsið – Antík vörur fyrir heimilið.
        Staðsetning: Þverholt 5, 105 Reykjavík.
      • Portið – Antík vörur fyrir heimilið.
        Staðsetning: Auðbrekku 21, 200 Kópavogur.
      • Gullið mitt - Hringrásarverslun með leigu á sölurýmum
      • Staðsetning: Smiðjuvegur 4a, kópavogur
      • Mamma mía vintage - Vintage og second hand 
      • Staðsetning : Bergstaðastræti 2 , 101 Reykajvík 
      • Elley - Second hand góðgerðarsala - Kvennaathvarfið
      • Staðsetning : Austurströnd 10 ,Seltjarnarnes
      • Efnisveitan – Notuð skrifstofu og iðnaðarvara.
      • Staðsetning: Skeifan 7, 104 Reykjavík.

        Austurland

        Egilsstaðir

        • Rauði krossinn á Egilsstöðum – Nytjamarkaður með notaðan fatnað og muni.
          Staðsetning: Dynskógar 4, 700 Egilsstaðir.

        Norðurland

        Akureyri

        • Hertex – Nytjaverslun með fatnað og aðra muni.
          Staðsetning: Hrísalundur 1b, 600 Akureyri.
        • Rauði krossinn við Eyjafjörð – Nytjamarkaður með fjölbreytt úrval.
          Staðsetning: Þórunnarstræti 98, 600 Akureyri.
        • Afturnýtt – Verslun með sölubása fyrir notaðan fatnað og fylgihluti.
          Staðsetning: Sunnuhlíð, 600 Akureyri.

        Húsavík

        • Rauði krossinn á Húsavík – Verslun með fjölbreytt úrval af notuðum vörum.
          Staðsetning: Garðarsbraut 44, 640 Húsavík.

        Dalvík

        • Litla Loppan – Nytjamarkaður með notaðan fatnað og aðra muni.
          Staðsetning: Hólavegur 15, 620 Dalvík.

        Siglufjörður

        • Flóamarkaðurinn í Sigluvík – Verslun með notaðan fatnað og fylgihluti.
          Staðsetning: Siglufjörður.

        Suðurland

        Selfoss

        • Rauði krossinn á Suðurlandi – Nytjamarkaður með fjölbreytt úrval af notuðum vörum.
          Staðsetning: Eyravegur 23, 800 Selfoss.
        •  Nytjamarkaðurinn á selfoss Gagnheiði 32, 800 Selfoss 

        Hveragerði 

        • Verahvergi Austurmörk 1-3, 810 Hveragerði 

        Vestmannaeyjar

        • Rauði krossinn í Vestmannaeyjum – Nytjamarkaður með áherslu á samfélagslega ábyrgð.
          Staðsetning: Strandvegur 50, 900 Vestmannaeyjar.

        Suðvesturland

        Reykjanesbær

        • Hertex – Nytjaverslun með áherslu á sjálfbæra neyslu.
          Staðsetning: Hafnargata 50, 230 Reykjanesbær.

        Selfoss

        • Rauði krossinn á Suðurlandi – Nytjamarkaður með fjölbreytt úrval af notuðum vörum.
          Staðsetning: Eyravegur 23, 800 Selfoss.

        Akranes

        • Rauði krossinn á Vesturlandi – Nytjamarkaður með góðan fatnað og aðra muni.
          Staðsetning: Kirkjubraut 50, 300 Akranes.

        Vantar á listann?

        Ertu með ábendingu um eitthvað sem vantar á listann?

        Sendu okkur endilega línu í gegnum spjallblöðruna hér á síðunni hjá okkur.

        1 of 3