Jólagjafir þurfa ekki alltaf að vera nýjar til að gleðja.
Hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir að jólagjöfum sem hægt er að finna í Hringrásar og nytjaverslunum landsins 🎄🎁
Fatnaður og fylgihlutir 👗
Notaður fatnaður, eins og kápur, kjólar og fylgihlutir er hægt að finna í hringrásarverslunum hvort sem það sé einstök vintage flík eða vönduð merkjavara
Gamlar Myndavélar 📸
Filmuvélar og Polaroid-myndavélar fyrir ljósmyndaáhugafólk, safnara eða bara smá nostalgía í jólapakkann.
Vínilplötur 🎶
Hægt er að finna allskonar úrval af plötum fyrir alla tónlistarsmekki. Hvað er betra en að opna jólapakka með uppáhalds tónlistinni á plötu?
Bækur 📚
Hvort sem það eru sígildar skáldsögur, matreiðslubækur eða ævisögur, þá eru bækur sígild gjöf. Hver elskar ekki að lesa bók um jólin?
Spil og Púsl 🧩
Notuð spil og púsl eru frábærar fjölskyldugjafir. Þau stuðla að samveru og gleði yfir hátíðarnar og eru oft að finna í góðu ástandi á nytjamörkuðum.
Gjafabréf sem gefur áfram 💌
Ef þú ert í vafa um hvað gleður, þá gæti gjafabréf verið frábær lausn.