Fyrir nokkru tókum við við nýju rými í sama húsi að Þórunnartúni 2 – þar höfum við komið upp aðstöðu fyrir uppvinnsluverkefnið okkar, Hring eftir hring, þar sem við nýtum fatnað sem hefur safnast saman í hringrás Hringekjunnar og sköpum eitthvað nýtt.
Samhliða þessu bjóðum við nú líka upp á Hringrásarsmiðjur fyrir hópa og einstaklinga.
Við erum alltaf að leita leiða til að nýta það sem safnast hefur saman hjá okkur í hringrásinni og búa til eitthvað nýtt, öðruvísi og skemmtilegt. Þess vegna ákváðum við að nýta þetta rými ekki bara fyrir okkur – heldur fá þig með í sköpunina.
Í Hringrásarsmiðjunum færðu að prófa hvernig það er að endurnýta á skapandi hátt. Þetta eru léttar og skemmtilegar vinnustofur þar sem þú getur t.d. breytt gömlu bindi í sólgleraugnahulstur eða gert lykla-kippu úr bol. Þetta þarf ekki að vera flókið – bara skemmtilegt!
Smiðjurnar eru haldnar reglulega í vinnustofunni okkar að Þórunnartúni 2 og skráning fer fram á vef Hringekjunnar. Við tökum líka vel á móti sérpöntunum fyrir vinahópa, vinnustaði eða fjölskyldur sem vilja gera eitthvað skapandi og öðruvísi saman.
Taktu þátt – endurnýtum, sköpum og gleðjumst í hringrásinni.
Sjáumst í Hringrásarsmiðjunni! ✨♻️


