Ný vinnustofa og Hringrásarsmiðja Hringekjunnar ♻️

Ný vinnustofa og Hringrásarsmiðja Hringekjunnar ♻️

Fyrir nokkru tókum við við nýju rými í sama húsi að Þórunnartúni 2 – þar höfum við komið upp aðstöðu fyrir uppvinnsluverkefnið okkar, Hring eftir hring, þar sem við nýtum fatnað sem hefur safnast saman í hringrás Hringekjunnar og sköpum eitthvað nýtt.

Samhliða þessu bjóðum við nú líka upp á Hringrásarsmiðjur fyrir hópa og einstaklinga.

Við erum alltaf að leita leiða til að nýta það sem safnast hefur saman hjá okkur í hringrásinni og búa til eitthvað nýtt, öðruvísi og skemmtilegt. Þess vegna ákváðum við að nýta þetta rými ekki bara fyrir okkur – heldur fá þig með í sköpunina.

Í Hringrásarsmiðjunum færðu að prófa hvernig það er að endurnýta á skapandi hátt. Þetta eru léttar og skemmtilegar vinnustofur þar sem þú getur t.d. breytt gömlu bindi í sólgleraugnahulstur eða gert lykla-kippu úr bol. Þetta þarf ekki að vera flókið – bara skemmtilegt!

Smiðjurnar eru haldnar reglulega í   vinnustofunni okkar að Þórunnartúni 2 og skráning fer fram á vef Hringekjunnar. Við tökum líka vel á móti sérpöntunum fyrir vinahópa, vinnustaði eða fjölskyldur sem vilja gera eitthvað skapandi og öðruvísi saman.

Taktu þátt – endurnýtum, sköpum og gleðjumst í hringrásinni.

Sjáumst í Hringrásarsmiðjunni! ✨♻️


Back to blog
  • Location

    Thorunnartun 2

    105 Reykjavik

    | 
  • Products

    You will find a selection of high-quality cycling clothing and accessories at Hringekjan.

    | 
  • Live sessions

    Since opening in 2021, we have hosted regular music events

    | 

LET'S CREATE A BETTER FUTURE

RECYCLE

The circular economy is the key to sustainable consumption, and Hringekjan is at the forefront of this movement when it comes to sustainable fashion.

Choose the Carousel to contribute to a greener future and a more responsible society.

BOOK A RETAIL SPACE

SUSTAINABLE INNOVATION

ROUND BY ROUND

Hringekjan combines recycling, sustainability and art, where designers and artists are given free rein to create from textiles that are part of Hringekjan's operations.

READ MORE

PROUD

RECOGNITION AND INFLUENCE IN SOCIETY

Hringekjan was chosen as the best second-hand store in Reykjavík by The Reykjavík Grapevine in 2022 and 2023. In addition, it was chosen as the best newcomer in the same category in 2021 .

These recognitions highlight the impact of Hringekjan on society and show how small initiatives can have a significant impact.

Button label