Hér fyrir neðan getur þú fundið sölutímabil og rými sem hentar þér. Í kjölfar bókunnar færðu sendan tölvupóst með aðgangsupplýsingum fyrir þitt svæði inná hringekjan.is
Þar skráir þú inn þínar vörur ásamt verði áður en þú mætir að setja upp - einnig er möguleiki að setja inn myndir af flíkum.
Við prentum út verðmiðana í byrjun tímabils - og þú mætir til þess að verðmerkja og setja upp þína slá. Í lokin tökum við svo niður vörurnar fyrir þig og göngum frá í poka. Ef vörurnar eru ekki sóttar næsta dag leggst á 2.000 kr. geymslugjald fyrir hvern dag eftir það. Ef þú sérð ekki fram á að komast á settum degi biðjum við þig um að hafa samband í síma/tölvupósti og við finnum lausn.