Translation missing: en.accessibility.skip_to_text

Translation missing: en.localization.language_label

Fréttir

Hringekjan Endurskapað - seamSTRESS
Hringekjan Endurskapað - seamSTRESS

Hringekjan í samstarfi við seamStress (Isabelle Bailey) hefur samstarfsverkefnið Hringekjan Endurskapað, þar sem við munum í samstarfi við hönnuði kappkosta að fullnýta þann textíl sem fellur til hjá okkur í söluferlinu og í samstarfi við hönnuði framleiða vandaðar umhverfisvænar vörur.

Fyrr á árinu bættust í teymið okkar þær Arna Lísa og Isabelle Bailey. Arna er menntaður fatahönnuður frá Parsons The new School of Design í New York, en hún hefur sérhæft sig í að hanna með uppvinnslu efna í huga og mun hún halda utan um verkefnið Hringekjan Endurskapað.

Fyrsti hönnuðurinn - Isabelle Bailey

Isabelle Bailey er fyrsti hönnuður innan þessa nýja verkefnis "Hringekjan Endurskapað" - en hún er starfsmaður Hringekjunnar og hefur lært fatasaum. Hún einblínir á að hanna og sauma fatnað úr notaðri vefnaðarvöru sem myndi annars lenda í gám; svo sem gömul föt eða efnisleifar af ýmsu tagi.

Samstarfið byggir á að taka fatnaðinn og aukahlutina sem safnast saman í versluninni og búa til klæðileg listaverk úr þeim (e. Wearable Art).

Spornum enn frekar við textílsóun

Hennar þátttaka er fyrsta skref í þessu verkefni sem okkur hlakkar mikið til að halda áfram með - en markmiðið er að þetta verði að föstum lið í starfsemi okkar á komandi tímum. Með þessu skrefi náum við að teygja okkur enn betur inn í hringrásina og sporna enn frekar gegn textíl sóun og jafnframt stuðlað að verðmætasköpun úr annars ónýttum hráefnum með hæfileikaríkum íslenskum hönnuðum.

Björt framtíð fatahönnunar með umhverfð að leiðarljósi

Fyrsta skrefið í bjartri framtíð samstarfs á milli Hringekjunnar og upprennandi hönnuða sem vilja hanna með umhverfið að leiðarljósi.

Kíktu á vörurnar hér

Subscribe to our mailinglist. Recieve news and offers.

Translation missing: en.blogs.article.news